Flytja slasaða göngumanninn til byggða

Ljósmynd/Aðsend

Göngumaðurinn sem slasaðist á hálendinu er nú kominn í björgunarsveitarbíl sem flytur hann til byggða. Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út klukkan tólf í dag eftir að tilkynning barst frá göngumanninum.

Björgunarsveitarfólk kom með manninn að skála í Hrafntinnuskeri klukkan þrjú. Hann er slasaður á ökkla og var orðinn kaldur.

Maðurinn hringdi sjálfur í neyðarlínuna en hann var staddur í tjaldi þrjá kílómetra suður af Hrafntinnuskeri.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert