Flytja slasaða göngumanninn til byggða

Ljósmynd/Aðsend

Göngumaður­inn sem slasaðist á há­lend­inu er nú kom­inn í björg­un­ar­sveit­ar­bíl sem flyt­ur hann til byggða. Björg­un­ar­sveit­ir á Suður­landi voru kallaðar út klukk­an tólf í dag eft­ir að til­kynn­ing barst frá göngu­mann­in­um.

Björg­un­ar­sveitar­fólk kom með mann­inn að skála í Hrafntinnu­skeri klukk­an þrjú. Hann er slasaður á ökkla og var orðinn kald­ur.

Maður­inn hringdi sjálf­ur í neyðarlín­una en hann var stadd­ur í tjaldi þrjá kíló­metra suður af Hrafntinnu­skeri.

Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert