Kemur umræðum af stað

Birgir Hólm Björgvinsson með hluta af safninu.
Birgir Hólm Björgvinsson með hluta af safninu. mbl.is/Björn Jóhann

Ein­hverj­ir safna frí­merkj­um og aðrir hljóm­plöt­um en Birg­ir Hólm Björg­vins­son stát­ar hins veg­ar af veg­legu der­húfusafni sem sam­an­stend­ur af húf­um sem hon­um hafa áskotn­ast héðan og þaðan úr heim­in­um. Því ekki það?

Birg­ir kem­ur til fund­ar við blaðamann í Há­deg­is­mó­un­um með eina splunku­nýja á höfðinu. Hún er merkt golf­mót­inu The Open Champ­i­ons­hip, einu elsta íþrótta­móti í heim­in­um. Á henni stend­ur 150 en mótið síðar í mánuðinum í St. Andrews í Skotlandi verður núm­er 150 í röðinni. Þótt mótið hafi ekki einu sinni farið fram er Birg­ir kom­inn með húfu í hend­urn­ar og á höfuðið ef hon­um sýn­ist svo.

Birg­ir renn­ir við þegar hann kem­ur í höfuðstaðinn frá Flúðum þar sem hann og eig­in­kon­an Edda Svavars­dótt­ir hafa átt bú­stað í ald­ar­fjórðung eða svo. Þar er flott­asta sam­fé­lag sem hann seg­ist hafa kynnst um æv­ina. Spurður um hvenær hann hafi farið að safna der­húf­um seg­ir Birg­ir að það hafi lík­lega byrjað að ein­hverju leyti í Banda­ríkj­un­um.

„Vina­fólk okk­ar á Flúðum bauð okk­ur ein­hvern tíma að vera hjá sér í heim­sókn í Flórída. Þá var farið að æsa okk­ur upp í að kaupa hús í Flórída. Þá var farið að byggja lít­il og skemmti­leg hús sem voru um 120 fer­metr­ar og við höfðum af­not af húsi þar um tíma. Ég á marg­ar húf­ur frá Flórída til dæm­is frá ýms­um golf­völl­um sem ég spilaði sjálf­ur. Þegar ég kom heim frá Banda­ríkj­un­um þá var ég kannski með tíu til fimmtán húf­ur. Þá jókst þetta en ég var kannski far­inn að kroppa eitt­hvað í þetta aðeins fyrr,“ seg­ir Birg­ir.

Hann seg­ir „strák­inn“ hafa komið með nýju húf­una fyr­ir sig en strák­ur­inn er Hauk­ur Örn Birg­is­son son­ur þeirra hjóna og frá­far­andi for­seti Golf­sam­bands Íslands. Hauk­ur var um tíma for­seti Golf­sam­bands Evr­ópu og ferðaðist tals­vert vegna embætt­is­ins.

„Þá hljóp á snærið hjá mér því hann gef­ur karl­in­um alltaf eitt­hvað þegar hann kem­ur heim,“ bend­ir Birg­ir á. „Hann var úti um dag­inn þegar hann fékk þessa og það er ekki einu sinni farið að spila þetta mót.“

Full­ur bíl­skúr af húf­um

Í der­húfusafn­inu eru lík­lega um hundrað og tutt­ugu húf­ur tel­ur Birg­ir en er ekki að velta fyr­ir sér ná­kvæmri tölu.

„Lík­lega byrjaði þetta hjá mér þegar ég var að láta gera húf­ur fyr­ir Sjó­manna­fé­lagið og fé­lags­menn­ina þar. Þetta er fljótt að koma. Þegar maður hafði verið í tvo mánuði í Banda­ríkj­un­um þá komu kannski tíu til fimmtán húf­ur með heim. Svo á ég húfu frá Kína og hinum og þess­um lönd­um. Ég hef varla pláss fyr­ir þetta leng­ur og eitt­hvað af þessu er hef­ur verið sett ofan í poka. Ég er með bíl­skúr á Flúðum þar sem golf­bíll­inn okk­ar er geymd­ur. Þar eru allt fullt af húf­um og í svefn­her­berg­inu einnig. Kon­an er nú ekki ýkja hrif­in af þessu,“ seg­ir Birg­ir en húf­urn­ar sem hann held­ur upp á tengj­ast all­ar golf­hreyf­ing­unni með ein­hverj­um hætti.

„Ég hendi hinu bara. Hef ekk­ert að gera með að halda upp á það.“

Á mynd sem fylg­ir viðtal­inu má þó sjá Birgi með for­láta der­húf­ur sem tengj­ast for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um þegar Don­ald Trump og Hillary Cl­int­on sótt­ust eft­ir embætt­inu og úr varð hörð kosn­inga­bar­átta.

„Já ég geymdi þess­ar húf­ur eig­in­lega bara til þess að stríða vin­um og kunn­ingj­um. Ef ég fór að hitta fólk sem hafði mikl­ar skoðanir á fram­bjóðend­un­um. Ef ég fór að hitta fólk sem studdi Trump þá var ég með Hillary húf­una og svo öf­ugt. Þetta var ágætt til að ná fólki upp. Ég er svo­lítið fyr­ir það,“ seg­ir Birg­ir og hlær.

Viðtalið við Birgi í heild sinni er að finna í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert