Mikið álag og tæp mönnun

Aðspurður segir Guðjón að reynt verði að kalla ekki fólk …
Aðspurður segir Guðjón að reynt verði að kalla ekki fólk úr sumarleyfum. mbl.is/Sigurður Bogi

Mikið álag er á fjórðungs­sjúkra­hús­inu í Nes­kaupstað um þess­ar mund­ir. Guðjón Hauks­son, for­stjóri Heil­brigðis­stofn­un­ar Aust­ur­lands, seg­ir sjúkra­deild­ina vera yf­ir­leitt fulla.

„Það er búið að vera und­an­farið tölu­vert álag á sjúkra­deild­inni á Nes­kaupstað. Marg­ir inniliggj­andi og deild­in yf­ir­leitt nán­ast full,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.

Á deild­inni liggja fimm inni með Covid-19. „Það eru alltaf ein­hverj­ir inniliggj­andi sök­um Covid. Eins og staðan er núna þá eru þeir fimm sam­tals.“

Reyna að kalla ekki fólk úr sum­ar­leyf­um

Á föstu­dag­inn greindi mbl.is frá því að gripið hefði verið til þess örþrifaráðs af hálfu sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri að kalla starfs­menn til vinnu úr sum­ar­leyf­um vegna mik­ill­ar mann­eklu.

Aðspurður seg­ir Guðjón að reynt verði að kalla ekki fólk úr sum­ar­leyf­um en að mönn­un­in sé tæp.

„Við höf­um reynt að gera það ekki. Það er reynt að skipu­leggja það þannig að all­ir geta tekið sum­ar­frí­in sín. En mönn­un er tæp, okk­ur vant­ar fólk. Og þetta verður nátt­úru­lega ennþá tæp­ara yfir sum­ar­tím­ann.“

Tón­list­ar­hátíðin Eistna­flug fór fram um helg­ina á Nes­kaupstað. Upp komu nokk­ur til­vik þar sem þörf var á aðstoð sjúkra­húss­ins en til­vik­in leiddu ekki til auka­álags að sögn Guðjóns.

„Það voru ein­hver til­vik, en þau voru óveru­leg þannig að það var ekk­ert auka­álag á sjúkra­hús­inu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert