Nánari yfirferð leiddi í ljós stærri skjálfta

Sunnanverður Mýrdalsjökull.
Sunnanverður Mýrdalsjökull. mbl.is/RAX

Við nán­ari yf­ir­ferð Veður­stofu Íslands kom í ljós að skjálft­arn­ir fimm sem urðu í Mýr­dals­jökli rétt fyr­ir klukk­an fimm í dag voru í raun sex tals­ins og sá stærsti 3 að stærð.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni.

„Við nán­ari yf­ir­ferð kom í ljós að um var að ræða sex skjálfta og var stærsti skjálft­inn af stærð 3,0 klukk­an 16.50. Ann­ar skjálfti kl. 16.48 var 2,8 en aðrir skjálft­ar voru minni en 2,5 að stærð,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þar kem­ur einnig fram að skjálft­arn­ir séu grunn­ir og lík­lega af­leiðiðing úr­komu og hlý­inda, sem geti leitt til auk­ins vatnsþrýst­ings sem hvet­ur til skjálfta­virkni.

„Eng­ar vís­bend­ing­ar eru um óróa.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert