Við nánari yfirferð Veðurstofu Íslands kom í ljós að skjálftarnir fimm sem urðu í Mýrdalsjökli rétt fyrir klukkan fimm í dag voru í raun sex talsins og sá stærsti 3 að stærð.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.
„Við nánari yfirferð kom í ljós að um var að ræða sex skjálfta og var stærsti skjálftinn af stærð 3,0 klukkan 16.50. Annar skjálfti kl. 16.48 var 2,8 en aðrir skjálftar voru minni en 2,5 að stærð,“ segir í tilkynningunni.
Þar kemur einnig fram að skjálftarnir séu grunnir og líklega afleiðiðing úrkomu og hlýinda, sem geti leitt til aukins vatnsþrýstings sem hvetur til skjálftavirkni.
„Engar vísbendingar eru um óróa.“