Rann á bifhjóli undir bifreið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til­kynnt var um um­ferðarslys við bens­ín­stöð í hverfi 109 laust eft­ir klukk­an sjö í gær­kvöldi. Ung­ur ökumaður bif­hjóls missti stjórn á hjól­inu með þeim af­leiðing­um að hann rann und­ir kyrr­stæða bif­reið sem stóð við bens­ín­dælu en ökumaður bif­reiðar­inn­ar var að dæla bens­íni á bíl­inn.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu en þar seg­ir einnig að ökumaður­inn og starfsmaður bens­ín­stöðvar­inn­ar hafi notað tjakk og lyftu bif­reiðinni til að losa mann­inn sem var síðan flutt­ur með sjúkra­bif­reið á bráðadeild. Ekki er vitað um meiðsl.

Á fjórða tím­an­um í nótt óskaði leigu­bíl­stjóri aðstoðar lög­reglu vegna tjóns af völd­um raf­magns­hlaup­hjóls. Ökumaður hjóls­ins er grunaður um að stjórna hjóli und­ir áhrif­um fíkni­efn­um.

Keyrði stolna bif­reið

Þá var bif­reið stöðvuð í hverfi 220 í gær­kvöldi þar sem að bif­reiðin hafði áður verið til­kynnt stol­in. Kem­ur fram að ökumaður­inn sé grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna, án rétt­inda og nytjastuld bif­reiðar.

Laust eft­ir klukk­an 10 í gær­kvöldi var ofurölvi maður hand­tek­inn í hverfi 110 en ít­rekað var búið að hafa af­skipti af mann­in­um þar sem hann var með ónæði og fór ekki að fyr­ir­mæl­um lög­reglu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert