Skemmdir voru unnar á sex bifreiðum um klukkan hálfátta í morgun, sem voru í bifreiðageymslu í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Málið er til rannsóknar að sögn lögreglu.
Þrír ökumenn eru þá grunaðir um ölvunarakstur í morgun.
Ökumaður handtekinn á Vesturlandsvegi vegna gruns um ölvunarakstur, en ökumaðurinn var með barn sitt í bifreiðinni.
Maðurinn var látinn laus að lokinni sýnatöku og hefur barnaverndaryfirvöldum verið gert viðvart um málið.
Um klukkan tíu var ökumaður handtekinn í Hafnarfirði vegna gruns um ölvunarakstur og klukkan tíu mínútur yfir tíu var annar ökumaður handtekinn í Vogahverfinu vegna gruns um ölvunarakstur.
Báðum ökumönnum var sleppt lausum að lokinni sýnatöku.