Skemmdir unnar á sex bifreiðum

Skemmd­ir voru unn­ar á sex bif­reiðum um klukk­an hálf­átta í morg­un, sem voru í bif­reiðageymslu í fjöl­býl­is­húsi á höfuðborg­ar­svæðinu. Málið er til rann­sókn­ar að sögn lög­reglu.

Þrír öku­menn eru þá grunaðir um ölv­unar­akst­ur í morg­un.

Með barn sitt í bif­reiðinni

Ökumaður hand­tek­inn á Vest­ur­lands­vegi vegna gruns um ölv­unar­akst­ur, en ökumaður­inn var með barn sitt í bif­reiðinni.

Maður­inn var lát­inn laus að lok­inni sýna­töku og hef­ur barna­vernd­ar­yf­ir­völd­um verið gert viðvart um málið.

Um klukk­an tíu var  ökumaður hand­tek­inn í Hafnar­f­irði vegna gruns um ölv­unar­akst­ur og klukk­an tíu mín­út­ur yfir tíu var ann­ar ökumaður hand­tek­inn í Voga­hverf­inu vegna gruns um ölv­unar­akst­ur.

Báðum öku­mönn­um var sleppt laus­um að lok­inni sýna­töku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert