Súld eða rigning með köflum

Búast má við súld og rigningu í dag.
Búast má við súld og rigningu í dag. mbl.is/​Hari

Í dag er spáð suðlægri átt 5-13 m/​s en smám sam­an dreg­ur úr vindi. Þá verður súld eða rign­ing með köfl­um á sunn­an- og vest­an­verðu land­inu.

Þurrt og bjart norðaust­an­til en skúr­ir á þeim slóðum síðdeg­is í dag. Spáð er 10 til 20 stiga hita, hlýj­ast norðaust­an­lands.

Kem­ur fram í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands að á morg­un sé útilit fyr­ir að úr­komum­inna verði fram­an af degi, en all­djúp lægð suður í hafi kem­ur upp að landi seinnipart­inn á morg­un með meiri rign­ingu sunn­an- og aust­an­lands.

Þá seg­ir að á þriðju­dag verði lægðin kom­in aust­ur af land­inu með strekk­ings norðanátt og tals­verðri rign­ingu og svölu veðri á Norður- og Aust­ur­landi en að það birti til fyr­ir sunn­an og hlýn­ar.

Um næstu helgi má bú­ast við skúra­demb­um í flest­um lands­hlut­um en út­lit er fyr­ir óstöðugt og svalt loft yfir land­inu.

Veður­vef­ur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert