Súld eða rigning með köflum

Búast má við súld og rigningu í dag.
Búast má við súld og rigningu í dag. mbl.is/​Hari

Í dag er spáð suðlægri átt 5-13 m/s en smám saman dregur úr vindi. Þá verður súld eða rigning með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu.

Þurrt og bjart norðaustantil en skúrir á þeim slóðum síðdegis í dag. Spáð er 10 til 20 stiga hita, hlýjast norðaustanlands.

Kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands að á morgun sé útilit fyrir að úrkomuminna verði framan af degi, en alldjúp lægð suður í hafi kemur upp að landi seinnipartinn á morgun með meiri rigningu sunnan- og austanlands.

Þá segir að á þriðjudag verði lægðin komin austur af landinu með strekkings norðanátt og talsverðri rigningu og svölu veðri á Norður- og Austurlandi en að það birti til fyrir sunnan og hlýnar.

Um næstu helgi má búast við skúradembum í flestum landshlutum en útlit er fyrir óstöðugt og svalt loft yfir landinu.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert