„Temmilega stórir“ skjálftar í Mýrdalsjökli

Horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul.
Horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul. mbl.is/RAX

Tveir jarðskjálftar af stærðinni 2,7 og 2,8 mældust á sunnanverðum og miðjum Mýrdalsjökli með stuttu millibili rétt fyrir klukkan fimm í dag. Minni skjálftar hafa einnig mælst í jöklinum.

„Við erum búin að vera að fá staka skjálfta síðustu daga í Mýrdalsjökli í minni kantinum, en þetta eru fimm skjálftar sem koma núna í röð temmilega stórir,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

„Frumáætlun á stærðunum er að stærstu tveir hafi verið tæplega 3 að stærð og hinir verið minni,“ segir Salóme.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert