Útkall vegna slasaðs göngumanns

Björgunarsveitarmenn hlúa að hinum slasaða.
Björgunarsveitarmenn hlúa að hinum slasaða. Eggert Jóhannesson

Björg­un­ar­sveit­ir á Suður­landi voru kallaðar út klukk­an tólf í dag eft­ir að til­kynn­ing barst frá slösuðum göngu­manni á há­lend­inu. Björg­un­ar­sveit­ar­menn hlúa nú að mann­in­um.

Davíð Már Bjarna­son, upp­lýs­inga­full­trúi Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að hóp­ur björg­un­ar­sveit­ar­manna hafi farið á fjór­hjól­um frá Land­manna­laug­um til manns­ins. 

„Planið er að hann verði flutt­ur í skála með þeim og næstu skref ákveðin í fram­hald­inu. Við vit­um í sjálfu sér ekki hver staðan er á hon­um núna.“

Maður­inn hringdi sjálf­ur í neyðarlín­una en hann var stadd­ur í tjaldi þrjá kíló­metra suður af Hrafntinnu­skeri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert