Útkall vegna slasaðs göngumanns

Björgunarsveitarmenn hlúa að hinum slasaða.
Björgunarsveitarmenn hlúa að hinum slasaða. Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út klukkan tólf í dag eftir að tilkynning barst frá slösuðum göngumanni á hálendinu. Björgunarsveitarmenn hlúa nú að manninum.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við mbl.is að hópur björgunarsveitarmanna hafi farið á fjórhjólum frá Landmannalaugum til mannsins. 

„Planið er að hann verði fluttur í skála með þeim og næstu skref ákveðin í framhaldinu. Við vitum í sjálfu sér ekki hver staðan er á honum núna.“

Maður­inn hringdi sjálf­ur í neyðarlín­una en hann var stadd­ur í tjaldi þrjá kíló­metra suður af Hrafntinnu­skeri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert