Vinir Kópavogs láta ekki deigan síga

Vinir Kópavogs vilja ekki sjá íbúðir í Hamraborg, heldur miðbæjarkjarna …
Vinir Kópavogs vilja ekki sjá íbúðir í Hamraborg, heldur miðbæjarkjarna og torg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bar­áttu Vina Kópa­vogs, sem snýr að upp­bygg­ingu í Hamra­borg, er hvergi nærri lokið þrátt fyr­ir úr­sk­urð úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála. 

Vin­ir Kópa­vogs kærðu, ásamt nán­ar til­greind­um fast­eigna­eig­end­um, fram­kvæmd­ir þær sem fyr­ir­hugaðar eru í Hamra­borg­inni í Kópa­vogi. 

Nefnd­in vísaði frá kæru Vina Kópa­vogs, á grund­velli aðild­ar­skorts, en tók málið engu að síður til efn­is­legr­ar meðferðar enda var fall­ist á að hinir til­greindu fast­eigna­eig­end­ur ættu lögvar­inna hags­muna að gæta af úr­lausn þess.

Ekki tek­in afstaða til fram­kvæmda­tím­ans

Meðal þeirra sem kærðu voru íbú­ar sem glíma við fötl­un, og málið laut að miklu leyti að því hvort fram­kvæmd­ir á svæðinu væri í sam­ræmi við lög um rétt­indi fatlaðs fólks. Er þar kveðið á um það að fötluðum skuli tryggt aðgengi að íbúðar­hús­næði sínu og því skuli vera þar minnst sjö bíla­stæði sem ekki sé lengra en 25 metra frá hús­næðinu. 

„Úrsk­urðar­nefnd­in seg­ir að þegar fram­kvæmd­um verður lokið, stand­ist allt sem varðar aðgeng­is­mál fatlaðra, en í úr­sk­urðinum er hvergi tek­in afstaða til fram­kvæmda­tím­ans,“ seg­ir Kol­beinn Reg­ins­son, bæj­ar­full­trúi Vina Kópa­vogs og einn kær­enda. 

Hann tel­ur að upp­bygg­ing hús­næðis, líkt og þess sem áformað er í Hamra­borg­inni, taki fimm til tíu ár, enda sé þar gert ráð fyr­ir 130 íbúðum og svæðið skil­greint sem þró­un­ar­reit­ur. 

„Úrsk­urðar­nefnd­in skaut­ar fram­hjá þessu og tek­ur enga af­stöðu. Þetta er svo lang­ur tími og fullt af fólki er þannig gert að fresta fötl­un sinni um þenn­an tíma eða flytja af heim­ili sínu.“

Fram­kvæmd­araðilar lík­leg­ir til að bera fram ólög­lega til­lögu

Í úr­sk­urðinum set­ur nefnd­in það í hend­ur fram­kvæmd­araðil­anna að leggja fram til­lög­ur fyr­ir bæj­ar­stjórn, um það hvernig megi leysa úr þess­um aðgeng­is­vanda fatlaðs fólks, meðan á fram­kvæmd­um stend­ur.

„Þeir hafa haft tvö ár til að koma með slík­ar til­lög­ur en það hef­ur ekki gengið upp ennþá. Við ger­um þá kröfu að það verði ekki bor­in fram til­laga sem stand­ist ekki þessi lög um fjölda stæða og 25 metra fjar­lægðarmörk. Svona atriði geta verið mats­kennd en í þessu til­felli erum við að treysta á metra­kerfið, það er ekki hægt að rök­ræða sig frá því.“

Kol­beinn kveðst hafa fulla ástæðu til þess að ætla að fram­kvæmd­araðilarn­ir reyni að koma fram með ólög­leg­ar til­lög­ur, enda séu hér mikl­ir fjár­hags­leg­ir hags­mun­ir í húfi. „Ég sem bæj­ar­full­trúi vill ekki sjá það.“

Setja málið á dag­skrá á næsta fundi

Spurður hvort hann treysti því ekki að meiri­hlut­inn í bæj­ar­stjórn í Kópa­vogi eigi eft­ir að kjósa gegn til­lögu sem ekki stenst lög, kveðst hann von­ast til þess að full­trú­ar í meiri­hlut­an­um beri skyn­semi til þess að gera það. Hann er þó ekki sann­færður „miðað við það á und­an er gengið.“

Næst þegar bæj­ar­stjórn kem­ur sam­an ætla Vin­ir Kópa­vogs að setja málið á dag­skrá og ít­reka kröf­ur sín­ar um það að til­laga verði ekki bor­in und­ir bæj­ar­stjórn frá fram­kvæmd­araðilum sem ekki stand­ist lög. 

Þá bend­ir hann á að ekki sé hægt að byggja við hús­næði íbúa ef þeir eru því ekki samþykk­ir. Þannig hafi síðasta til­laga, sem fram­kvæmd­araðilar báru fram og fól í sér að sett­ar  yrðu lyft­ur á húsið meðan á fram­kvæmda­tíma stæði, felld­ar. 

Vona að hug­mynd­in renni til sjáv­ar

Kol­beinn viður­kenn­ir að út frá hags­mun­um íbúa hafi Vin­ir Kópa­vogs enga sér­staka löng­un til þess að fá fram til­lög­ur frá fram­kvæmd­araðilum yfir höfuð, enda vilja þau sjá torg og al­menn­ings­rými í Hamra­borg­inni en ekki „stærðar­inn­ar steypuklump.“

„Þetta er eina leiðin okk­ar til að stöðva þessi áform. Við von­um að þessi hug­mynd renni til sjáv­ar, þegar þeim tekst ekki að koma með lausn, og hug­mynd að nýj­um miðbæ í Kópa­vogi fari fyr­ir dóm íbúa, sem fái þá að kjósa um það hvernig miðbæ þeir vilja.“

Fari svo að meiri­hluti bæj­ar­stjórn­ar samþykki til­lögu sem Vin­ir Kópa­vogs telja ekki í sam­ræmi við lög, munu þeir og íbú­ar þeir sem eiga hags­muna að gæta, leit­ast eft­ir því að fá úr því skorið fyr­ir dóm­stól­um, að sögn Kol­beins. 

Spurður hvort Vin­ir Kópa­vogs ætli sér með þessu að halda bygg­ingaráform­um í Hamra­borg­inni í gísl­ingu, svar­ar Kol­beinn að það sé í raun úr­sk­urðar­nefnd­in sem haldi mál­inu í gísl­ingu með því að vísa ákvörðun­ar­töku aft­ur til bæj­ar­stjórn­ar með þess­um hætti. 

Úrsk­urður sem úr­sk­urðar ekk­ert

Kol­beinn er ekki sátt­ur við úr­sk­urðinn. „Þetta er úr­sk­urður sem úr­sk­urðar ekk­ert, þeir finna það sem er í lagi en skilja hitt eft­ir, eins og hér hafi mynd­ast ein­hver vandi.“

Hann bend­ir á að nefnd­in hafi klofnað og að þeir sem skiluðu séráliti hafi ein­mitt bent á að ekki sé fjallað nægi­lega vel um öll atriði kær­unn­ar. „Við erum að kalla eft­ir auka­svör­um hvað það varðar.“

Mik­il­vægt er að vera með nefnd sem fer ít­ar­lega yfir kær­ur og vand­ar sig í meðferð þeirra, að mati Kol­beins. „Hér erum við skil­in eft­ir upp á von og óvon um að sveit­ar­stjórn, hver sem hún svo er á hverj­um tíma, taki af­stöðu til til­lagna fram­kvæmdaaðil­anna fyr­ir fram­kvæmda­tím­ann, í stað þess að nefnd­in úr­sk­urði um það sjálf.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert