30% ferðamanna í júní frá Bandaríkjunum

Talsvert færri ferðamenn hafa komið hingað til lands á þessu …
Talsvert færri ferðamenn hafa komið hingað til lands á þessu ári borið saman við þegar mest lét. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tæp­ur þriðjung­ur ferðamanna á Íslandi í júní kom frá Banda­ríkj­un­um. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Ferðamála­stofu.

Flest­ar brott­far­ir í júní frá Kefla­vík­ur­flug­velli voru til­komn­ar vegna Banda­ríkja­manna. Um 53 þúsund manns eða 30,3% af þeim 176.316 ferðamönn­um sem fóru frá land­inu í síðasta mánuði voru Banda­ríkja­menn.

Næst­fjöl­menn­asta þjóðernið til að yf­ir­gefa Ísland í gegn­um Leifs­stöð í júní voru frá Þýskalandi, 21 þúsund manns eða 12,1% af heild­inni.

Frá ára­mót­um hafa um 636 þúsund er­lend­ir farþegar farið frá Íslandi sem er mun meira held­ur en í fyrra þegar kór­ónu­veir­an hafði meiri áhrif á ferðalög. Á fyrri helm­ingi árs­ins 2021 fóru aðeins 75 þúsund farþegar frá land­inu.

Þó marg­falt fleiri farþegar hafa heim­sótt Ísland í ár sam­an­ber sama tíma í fyrra eru heim­sókn­irn­ar tölu­vert færri en þegar mest var á Kefla­vík­ur­velli. Frá byrj­un árs 2018 fram í júní sama ár voru um millj­ón brott­far­ir frá flug­vell­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert