Björgólfur fær ekki dómsskjöl úr Alvogen máli

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. Ljósmynd/Vefur BTB

Lands­rétt­ur hef­ur staðfest ákvörðun héraðsdóms Reykja­vík­ur um að hafna kröfu Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar um að Hall­dór Krist­manns­son leggi fram gögn sem lúta að und­ir­bún­ingi og öfl­un gagna fyr­ir máls­höfðun gegn Björgólfi. 

Fis­veiðihluta­fé­lagið Ven­us hf. og Vog­un hf. hafa höfðað mál gegn Björgólfi til heimtu skaðabóta vegna tjóns sem fé­lög­in telja sig hafa orðið fyr­ir vegna kaupa á hluta­bréf­um í Lands­banka Íslands árið 2007.

Byggja þau á því að Björgólf­ur hafi leynt upp­lýs­ing­um um að Sam­son ehf. færi með yf­ir­ráð í Lands­bank­an­um og bank­inn stundaði um­fangs­mikl­ar lán­veit­ing­ar til fé­laga und­ir stjórn Björgólfs. Björgólf­ur krefst sýknu á grund­velli þess að kröf­ur fé­lags­ins séu fyrnd­ar auk þess sem for­svars­menn þess hafi sýnt af sér stór­kost­legt tóm­læti.

Dóms­skjöl úr máli Al­vo­gen gegn Hall­dóri

Í þess­um mála­ferl­um krafðist Björgólf­ur þess að Hall­dór Krist­manns­son yrði kvadd­ur fyr­ir dóm sem vörslumaður skjala og skyldaður til að leggja fram gögn í mál­inu, en hann er ekki málsaðili sjálf­ur.

Gögn­in sem um ræðir eru til­greind dóms­skjöl í máli sem lögð hafa verið fram í dóms­máli sem fyr­ir­tækið Al­vo­gen höfðaði gegn Hall­dóri Krist­manns­syni. „Af lýs­ingu þeirra að dæma lúta þau að und­ir­bún­ingi og öfl­un gagna fyr­ir máls­höfðun gegn sókn­araðila [Björgólfi].” Seg­ir í dómi Lands­rétt­ar um gögn­in. 

Tókst ekki að sýna fram á að gögn­in skiptu máli

Lands­rétt­ur hafnaði kröf­unni, með vís­an til for­sendna héraðsdóms. Var tekið fram að það þyrfti sér­stak­ar aðstæður til þess að þriðji maður yrði lát­inn koma fyr­ir dóm og bera á borð gögn, gegn sín­um vilja, í máli sem hann er ekki aðili að. 

Þá þótti Björgólf­ur ekki hafa tek­ist að sýna fram á að þessi gögn skiptu svo miklu máli fyr­ir mál það sem Ven­us og Vog­un höfðuðu gegn hon­um, að það rétt­lætti slík­ar aðgerðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert