Björn nýr formaður Samtaka gagnavera

Björn Brynjúlfsson.
Björn Brynjúlfsson. Ljósmynd/Aðsend

Björn Brynj­úlfs­son, for­stjóri Bor­eal­is Data Center, er nýr formaður Sam­taka gagna­vera, DCI.

Kem­ur fram í til­kynn­ingu að Björn hafi verið kjör­inn formaður á aðal­fundi sam­tak­anna í síðustu viku en þá tók ný stjórn sam­tak­anna til starfa. Ásamt Birni eru í stjórn­inni Gísli Kr. frá atN­orh, Helgi Helga­son frá Ver­ne Global og Birk­ir Marteins­son frá Sýn.

Sam­tök gagna­vera voru stofnuð árið 2012 sem starfs­greina­hóp­ur inn­an Sam­taka iðnaðar­ins.

„Það er með ánægju sem ég tek að mér að leiða Sam­tök gagna­vera. Mik­il framtíðar­tæki­færi eru til staðar í gagna­versiðnaði. Upp­bygg­ing gagna­versiðnaðar á Íslandi hef­ur styrkt upp­lýs­inga­tækni- og fjar­skiptaiðnað hér á landi mikið á síðustu árum enda er um að ræða ná­tengd­ar at­vinnu­grein­ar.

Gagna­ver gegna lyk­il­hlut­verki í sta­f­ræn­um heimi og með 5G væðing­unni og hröðum tækni­breyt­ing­um mun gagna­magn aukast mikið til framtíðar. Helstu sam­keppn­isþjóðir Íslands hafa sett sér skýr mark­mið um upp­bygg­ingu gagna­versiðnaðar og við meg­um ekki verða eft­ir­bát­ur í þeim efn­um. Ég hlakka til að vinna með hagaðilum, DCI og Sam­tök­um iðnaðar­ins að því að efla ís­lensk­an gagna­versiðnað,“ er haft eft­ir Birni í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert