Dæmdur til að greiða 323 milljónir í sekt

Héraðsdómur Reykjaness
Héraðsdómur Reykjaness mbl.is/Ófeigur

Héraðsdóm­ur Reykja­ness dæmdi í síðasta mánuði karl­mann á sex­tugs­aldri í 18 mánaða skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir skatta­laga­brot. Mann­in­um var enn­frem­ur gert að greiða 323 millj­óna kr. sekt í rík­is­sjóð. 

Dóm­ur­inn var kveðinn upp 16. júní en var birt­ur um helg­ina. 

Fram kem­ur að héraðssak­sókn­ari hafi ákært mann­inn, Georg Mika­els­son, í júní 2020 fyr­ir meiri­hátt­ar brot gegn skatta­lög­um. Þar var hann m.a. sakaður um að hafa staðið skil á efn­is­lega röng­um skatt­fram­töl­um gjaldár­in 2010 til 2014, vegna tekju­ár­anna 2009 til 2013. Í ákær­unni seg­ir að Georg hafi látið und­ir höfuð leggj­ast að gera grein fyr­ir eign­ar­haldi sínu á fé­lag­inu Georg Mika­els­son Lt.d (kallað Fé­lagið GM í dómn­um til aðgrein­ing­ar frá öðru fé­lagi), skráð og stofnað á Seychell­es­eyj­um, og með því að láta und­ir höfuð leggj­ast að telja fram skatt­skyld­ar tekj­ur á skatt­fram­töl­um sín­um vegna sömu ára. 

Georg neitaði sök við meðferð máls­ins fyr­ir dómi og hélt því fram að meint brot vegna tekju­árs­ins 2009 væru fyrnd. Hann viður­kenndi að hafa ekki til­greint eign­ar­hald sitt á Fé­lag­inu GM og rekstr­ar­hagnað þess tekju­ár­in 2010 til 2013. Hann byggði á því að eng­inn rekstr­ar­hagnaðar hefði verið og því að hann hefði ein­ung­is átt 10% í fé­lag­inu á um­rædd­um tíma. 

Mál­inu vísað til héraðssak­sókn­ara 2019

Í dómn­um seg­ir m.a. að skatt­rann­sókn­ar­stjóri hafi í des­em­ber 2015 til­kynnt mann­in­um að haf­in væri rann­sókn á skatt­skil­um hans vegna tekju­árs­ins 2009 og í maí 2019 vísaði skatt­rann­sókn­ar­stjóri mál­inu til héraðssak­sókn­ara.

Héraðsdóm­ur seg­ir óum­deilt í mál­inu að Georg hafi ekki getið um fé­lagið á skatt­fram­töl­um sín­um en hann byggði á því að það hafi hon­um verið óskylt þar sem hann hafi, eft­ir að í fe­brú­ar 2010 hafi verið gengið að trygg­ingu er hann hafi sett fyr­ir láni sem hann og fé­lagið hafi fengið árið áður, aðeins átt 10% hlut í fé­lag­inu. 

„Sannað er í mál­inu að ákærði var í upp­hafi, árið 2009, einka­eig­andi Fé­lags­ins GM. Jafn­framt ligg­ur fyr­ir í mál­inu að fé­lagið var af­skráð 1. janú­ar 2016. Verður að líta svo á að ákærði hafi verið einka­eig­andi fé­lags­ins allt til loka, nema sýnt verði fram á að þar hafi orðið breyt­ing á,“ seg­ir í dómi héraðsdóms. 

Naut trausts meðal flug­manna

Í dómn­um er m.a. fjallað um þá sem lögðu inn á reikn­ing Fé­lags­ins GM, þar skeri einn hóp­ur sig nokkuð úr að mati dóms­ins.

„Af skýrslu ákærða og all­margra vitna hef­ur komið íljós að ákærði hef­ur notið sér­staks trausts all­margra flug­manna. Í mál­inu hafa all­marg­ir flug­menn borið um að þeir hafi átt gjald­eyrisviðskipti við ákærða með þeim hætti að þeir hafi lagt er­lend­an gjald­eyri inn á reikn­ing Fé­lags­ins GM í Lux­em­borg og ákærði af­hent þeim krón­ur í reiðufé stuttu síðar. Eins og rakið hef­ur verið báru all­nokk­ur­ir flug­menn á þessa leið og bar sam­an um að ekki hefði verið gerður skrif­leg­ur samn­ing­ur­um viðskipt­in en allt staðið eins og staf­ur á bók. Ákærði hafi boðið hag­stæðara gengi en bank­arn­ir og þetta gengið hratt og vel fyr­ir sig. Virðist ákærði hafa notið slíks trausts að jafn­vel þeir sem sögðust ekki treysta bönk­um áttu við hann slík viðskipti án nokk­urs samn­ings eða trygg­ing­ar af hálfu ákærða. Eng­inn þeirra sem kom fyr­ir dóm og bar um viðskipti við ákærða taldi sig hafa verið hlunn­far­inn í þeim. Fram kom hjá sækj­anda fyr­ir dómi að alþekkt væri að flug­menn fengju dag­pen­inga sína greidda í er­lend­um gjald­eyri svo ekk­ert óeðli­legt væri við að þeir hefðu tals­verðan gjald­eyri und­ir hönd­um og vildu skipta hon­um í krón­ur.“

Kom sér und­an skatt­greiðslum

Í niður­stöðukafla dóms­ins seg­ir, að rekstr­ar­hagnaður Fé­lags­ins GM frá 2010 til og með 2013 hafi numi 221,7 millj­ón­um kr. Þann rekstr­ar­hagnað gaf Georg ekki upp til skatts eins og hon­um bar að gera og kom hann sér þannig und­an skatt­greiðslum.

„Ákærða hef­ur sam­kvæmt saka­vott­orði ekki verið gerð refs­ing. Verður refs­ing ákærða ákveðin fang­elsi í átján mánuði og sekt að fjár­hæð 323.028.754 krón­ur í rík­is­sjóð. Fulln­ustu fang­els­is­refs­ing­ar­inn­ar skal frestað og niður skal hún falla að liðnum þrem­ur árum haldi ákærði al­mennt skil­orð,“ seg­ir í niður­stöðu dóms­ins. 

Loks var Georg gert að greiða að tveim­ur þriðju­hlut­um en rík­is­sjóður að þriðjungi 22 millj­óna kr. mál­svarn­ar­laun skipaðs verj­anda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert