Datt í gíg Vesúvíusar þegar hann tók sjálfu

Eldfjallið Vesúvíus er við borgina Napólí.
Eldfjallið Vesúvíus er við borgina Napólí. Ljósmynd/Wikipedia.org

Banda­rísk­ur ferðamaður hlaut minni­hátt­ar meiðsl þegar hann féll í gíg eld­fjalls­ins Vesúvíus­ar á Ítal­íu en hann hafði verið að reyna að ná í sím­ann sinn sem hann missti í gíg­inn.

Maður­inn og fjöl­skylda hans komust á topp eld­fjalls­ins eft­ir að hafa hunsað hlið sem meinaði ferðamönn­um að halda lengra, að því er kem­ur fram í frétt Guar­di­an.

Sam­kvæmt fréttamiðlum á svæðinu var maður­inn að taka sjálfs­mynd þegar hann missti sím­ann sem rann í gíg­inn. Hann reyndi þá að klifra niður gíg­inn til að end­ur­heimta sím­ann, en féll nokkra metra eft­ir að hann missti jafn­vægið.

Leiðsögu­menn Vesúvíus­ar voru fyrst­ir á vett­vang og tókst þeim að bjarga mann­in­um úr gígn­um sem slapp með ein­ung­is mar­bletti og skrám­ur.

Ferðamaður­inn og ætt­ingj­ar hans þrír, sem voru í för með hon­um, eiga yfir höfði sér ákæru fyr­ir að hafa farið inn á svæðið en leiðin var greini­lega merkt þannig að hún væri stór­hættu­leg.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert