„Ég held að atvinnurekendur hafi fengið sjokk“

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ljósmynd/Aðsend

Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda seg­ir sí­fellt fleiri at­vinnu­rek­end­ur í Reykja­vík hugsa sér til hreyf­ings vegna hárra skatta á at­vinnu­hús­næði. Fram­kvæmda­stjór­inn, Ólaf­ur Stephen­sen, seg­ir skatt­ana vera „lang­hæsta“ í Reykja­vík.

„Við heyr­um í fleiri og fleiri at­vinnu­rek­end­um, sem eru að velta fyr­ir sér að skipta um hús­næði, hvort eigi ekki að taka þá flutn­inga í ein­hverj­um af ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um sem eru mörg hver far­in að bjóða upp á mun lægri skatt­pró­sentu held­ur en í Reykja­vík. Aug­ljós­lega veik­ir þetta sam­keppn­is­stöðu höfuðborg­ar­inn­ar gagn­vart ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um,“ seg­ir Ólaf­ur í sam­tali við mbl.is.

„Skatt­pró­sent­an er sú lang­hæsta [í Reykja­vík] nú þegar og mér sýn­ist að sá mun­ur muni verða enn meiri eft­ir því sem á líður næsta ár.“

Veru­leg­ar hækk­an­ir

Í lok maí til­kynnti Þjóðskrá Íslands um að Heild­armat fast­eigna á Íslandi myndi hækka um 19,9% frá yf­ir­stand­andi ári og verði 12.627 millj­arðar króna fyr­ir árið 2023. At­vinnu­hús­næði hækk­ar um 10,2%. Hærra fast­eigna­mat þýðir að óbreyttu hærri fast­eigna­gjöld. 

„Hækk­un­in er búin að vera tug­ir pró­senta und­an­far­in ár. Menn eru að koma sér út úr Covid-19 far­aldr­in­um og eru að glíma við hækk­an­ir á nán­ast öll­um aðföng­um og það eru erfiðir kjara­samn­ing­ar framund­an. Ég held að at­vinnu­rek­end­ur hafi fengið „sjokk“ í vor þegar töl­urn­ar um breyt­ing­ar á fast­eigna­mati birt­ust. Það er al­veg deg­in­um ljós­ara að við þess­ar aðstæður eru skatta­lækk­an­ir nauðsyn­leg­ar,“ seg­ir Ólaf­ur.

„Fyr­ir vikið eru það von­brigði að Reykja­vík­ur­borg ætli ekki að lækka pró­sent­una fyrr en eft­ir þrjú ár.“

Meiri póli­tísk­ur vilji til lækk­ana

Ólaf­ur seg­ir að þau hjá Fé­lagi at­vinnu­rek­anda viti ekki hvort skatt­ar muni lækka jafnt á at­vinnu­hús­næði eins og íbúðar­hús­næði.

„Við höf­um ekki fengið nein­ar hand­fast­ar töl­ur en það er aug­ljós­lega meiri póli­tísk­ur vilji held­ur en oft und­an­far­in ár til að lækka skatt­pró­sent­una til þess að halda skatt­byrðinni á at­vinnu­lífið nokkuð jafnri á milli ára í ýms­um sveit­ar­fé­lög­um. Það er klár­lega fram­för því skatt­byrðin hef­ur þyngst um tugi pró­senta á und­an­förn­um 7-8 árum,“ seg­ir Ólaf­ur.

Sam­tal um tekju­stofna virðist erfitt

„Við telj­um þeim fari fjölg­andi sem eru sam­mála okk­ur um það að þetta gangi ekki svona leng­ur og það þurfi að segja stopp og vinda ofan af þess­um hækk­un­um,“ seg­ir Ólaf­ur.

Nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag þar sem fast­eigna­gjöld hækka í takti við fast­eigna­mat hef­ur víða verið gagn­rýnt en Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra hef­ur sagt það meingallað. Ólaf­ur seg­ir að ríki og sveit­ar­fé­lög þurfa að tala sam­an um tekju­stofn­anna en það virðist vera erfitt sam­tal.

„Við telj­um það vera miklu nær ef það væri til dæm­is eitt­hvað kostnaðar út­reiknað gjald á hvern fer­metra at­vinnu­hús­næðis eða eitt­hvað slíkt. Póli­tík­in virðist eiga eitt­hvað erfitt með að taka á þessu,“ seg­ir Ólaf­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert