Hófu að loka fyrir rafmagn á fimmtudag

Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur. mbl.is/Ari

Veitur hafa lokað fyrir rafmagn hjá sex viðskiptavinum sem höfðu ekki valið sér nýjan raforkusala í tæka tíð. Fyrirtækið ákvað að hefja slíkar lokanir síðastliðinn fimmtudag.

Þetta kemur fram í svari Veitna frá því í morgun við fyrirspurn mbl.is.

Ástæðan fyrir þessum lokunum er átak sem Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, réðst í fyrir tveimur vikum. Það snerist um að fræða fólk um það sem gerist þegar fólk velur sér ekki raforkusala. Hópurinn taldi tæplega 700 manns víðsvegar af landinu. 

Margir nýir kúnnar

Baldur Dýrfjörð, lögfræðingur Samorku, segir að mikil viðbrögð hafi borist frá fólkinu þegar það stefndi í lokanir. Margir nýir kúnnar hafi dottið inn hjá sölufyrirtækjunum. Fréttaflutningur af átaki Samorku hafi því orðið til þess að fólk tók við sér.

Það ger­ist ekki leng­ur sjálf­krafa að fólk fái raf­orku­sala við íbúðakaup held­ur þarf það að velja sér fyr­ir­tæki. Þeir sem eru að koma nýir inn á íbúðamarkaðinn eða hafa tekið sér 90 daga hlé frá hon­um hafa núna 30 daga til að velja sér raf­orku­sala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert