Kaupmáttur jókst en óvissa framundan

Athyglisvert þótti henni þó að sjá hvað stytting vinnuvikunnar hefur …
Athyglisvert þótti henni þó að sjá hvað stytting vinnuvikunnar hefur mikil áhrif, en þar sé að finna skýringu á hækkandi grunntímakaupi. Kristinn Magnússon

Laun á Íslandi hafa hækkað á síðasta kjarasamningstímabili og eru því há í alþjóðlegum samanburði, að sögn Guðbjargar Önnu Jónsdóttur formanns kjaratölfræðinefndar sem birti nýlega vorskýrslu sína. 

„Það er í sjálfu sér ekki okkar hlutverk að gefa einhver ákveðin skilaboð inn í kjarasamningaviðræður, en þessi skýrsla lýsir stöðunni á markaðnum og hefur þannig að geyma gögn sem samningsaðilar hafa sammælst um að hægt sé að byggja á.“

Guðbjörg bendir á að kaupmáttur hafi aukist á yfirstandandi tímabili, en á móti komi mikil óvissa með hækkandi verðbólgu, sem éti upp þessa aukningu að vissu leyti. 

Stytting vinnuvikunnar áhrifamikil

Niðurstöður skýrslunnar komu Guðbjörgu ekki sérstaklega á óvart. Athyglisvert þótti henni þó að sjá hvað stytting vinnuvikunnar hefur mikil áhrif, en þar sé að finna skýringu á hækkandi grunntímakaupi. 

Meðallaun hjá hinu opinbera voru 903 þúsund krónur, en á vinnumarkaði einkaaðila voru meðallaun 808 þúsund. Tekið var fram í skýrslunni að mun­ur­inn á milli al­menna og op­in­bera markaðar­ins skýrist af því að hátt í helm­ing­ur fé­lags­manna BSRB og ASÍ hjá rík­inu sé í vakta­vinnu en áhrif stytt­ing­ar vinnu­tíma eru meiri hjá vakta­vinnu­fólki en dag­vinnu­fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert