Kaupmáttur jókst en óvissa framundan

Athyglisvert þótti henni þó að sjá hvað stytting vinnuvikunnar hefur …
Athyglisvert þótti henni þó að sjá hvað stytting vinnuvikunnar hefur mikil áhrif, en þar sé að finna skýringu á hækkandi grunntímakaupi. Kristinn Magnússon

Laun á Íslandi hafa hækkað á síðasta kjara­samn­ings­tíma­bili og eru því há í alþjóðleg­um sam­an­b­urði, að sögn Guðbjarg­ar Önnu Jóns­dótt­ur for­manns kjara­töl­fræðinefnd­ar sem birti ný­lega vor­skýrslu sína. 

„Það er í sjálfu sér ekki okk­ar hlut­verk að gefa ein­hver ákveðin skila­boð inn í kjara­samn­ingaviðræður, en þessi skýrsla lýs­ir stöðunni á markaðnum og hef­ur þannig að geyma gögn sem samn­ingsaðilar hafa sam­mælst um að hægt sé að byggja á.“

Guðbjörg bend­ir á að kaup­mátt­ur hafi auk­ist á yf­ir­stand­andi tíma­bili, en á móti komi mik­il óvissa með hækk­andi verðbólgu, sem éti upp þessa aukn­ingu að vissu leyti. 

Stytt­ing vinnu­vik­unn­ar áhrifa­mik­il

Niður­stöður skýrsl­unn­ar komu Guðbjörgu ekki sér­stak­lega á óvart. At­hygl­is­vert þótti henni þó að sjá hvað stytt­ing vinnu­vik­unn­ar hef­ur mik­il áhrif, en þar sé að finna skýr­ingu á hækk­andi grunn­tíma­kaupi. 

Meðallaun hjá hinu op­in­bera voru 903 þúsund krón­ur, en á vinnu­markaði einkaaðila voru meðallaun 808 þúsund. Tekið var fram í skýrsl­unni að mun­ur­inn á milli al­menna og op­in­bera markaðar­ins skýrist af því að hátt í helm­ing­ur fé­lags­manna BSRB og ASÍ hjá rík­inu sé í vakta­vinnu en áhrif stytt­ing­ar vinnu­tíma eru meiri hjá vakta­vinnu­fólki en dag­vinnu­fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert