Launadeilur enduðu með slagsmálum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af launadeilum í …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af launadeilum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í dag kölluð til vegna launadeilna í Garðabæ sem enduðu með slagsmálum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Var þar tilkynnt um líkamsárás sem starfsmaður varð fyrir af hendi yfirmanns síns. Starfsmaðurinn hafi krafist launauppbótar í samræmi við samkomulag en að sögn starfsmannsins vildi yfirmaðurinn ekki virða samkomulagið.

„Endaði kjarabaráttan að hans sögn með því að yfirmaðurinn réðist á hann,“ segir í dagbókinni. Málið er í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert