Launadeilur enduðu með slagsmálum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af launadeilum í …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af launadeilum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu var í dag kölluð til vegna launa­deilna í Garðabæ sem enduðu með slags­mál­um. Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu.

Var þar til­kynnt um lík­ams­árás sem starfsmaður varð fyr­ir af hendi yf­ir­manns síns. Starfsmaður­inn hafi kraf­ist launa­upp­bót­ar í sam­ræmi við sam­komu­lag en að sögn starfs­manns­ins vildi yf­ir­maður­inn ekki virða sam­komu­lagið.

„Endaði kjara­bar­átt­an að hans sögn með því að yf­ir­maður­inn réðist á hann,“ seg­ir í dag­bók­inni. Málið er í rann­sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka