Neitaði að yfirgefa staðinn við lokun

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í nótt og gærkvöldi.
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í nótt og gærkvöldi. mbl.is/Ari

Skemmtistaður í miðbænum óskaði eftir aðstoð lögreglu um hálftíuleytið í gærkvöldi. Ofurölvi einstaklingur neitaði að yfirgefa staðinn við lokun.

Kemur fram í dagbók lögreglu að reynt hafi verið að koma einstaklingnum til síns heima en það hafi ekki tekist og var hann því vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum.

Keyrði á 124 km/klst

Bifreið var stöðvuð í hverfi 103 klukkan hálfsex í gær þar sem ökumaður var grunaður um of hraðan akstur en bifreið hans var mæld á 124 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Korteri síðar var bifreið stöðvuð í hverfi 103 en hún mældist á 115 km/klst þar sem hámarkshraði er einnig 80 km/klst.

Þá var óskað eftir lögreglu á veitingastað í hverfi 111 vegna þriggja einstaklinga sem voru þar til vandræða og vísaði lögregla þeim út.

Tilkynnt var um innbrot í bæði hverfi 113 og hverfi 210 á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Einnig var tilkynnt um eignaspjöll á vinnuvélum í hverfi 210 en búið var að brjóta rúður í tveimur vélum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert