„Ég hef alltaf lært mikið og opnað mína listsköpun miklu meira,“ segir Helga Guðrún Þorbjörnsdóttir um reynslu sína af því að taka þátt í listasmiðjunum á hátíðinni LungA.
„Það er ótrúlega gaman að vera þarna í viku, á Seyðisfirði og fá leiðbeiningu frá einhverjum listamanni sem hefur eitthvað nýtt að segja og bjóða og hafa einhverja svona lokaútkomu.“
Helga Guðrún var gestur Ragnheiðar Birgisdóttur í Dagmálum ásamt Þórhildi Tinnu Sigurðardóttur en þær halda utan um myndlistarsýningar og smærri viðburði á hátíðinni.
Þær eru sammála um að þar sé líka gott að kynnast fólki á svipuðu reki og mynda tengslanet.
„Það eru ekki bara nemar úr myndlist eða sviðslistum sem sækja hátíðina heldur er fólk sem er ekki alveg tilbúið til að skuldbinda sig við þriggja ára grunnnám,“ segir Þórhildur Tinna.
„Þú tapar líkaaldrei á því af því kynnist fólki og eignast vini og nýja elskendur.“