Smáskúrir á víð og dreif

Búast má við smáskúrum í dag.
Búast má við smáskúrum í dag. mbl.is/​Hari

Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað og smáskúrir á víð og dreif er það sem búast má við í dag samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands.

Seinnipartinn gengur síðan í norðaustan 5-10 með rigningu suðaustan- og austanlands. Þá er spáð þokulofti við norður- og austurströndina.

Á morgun er spáð norðan og norðvestan 8-15 en hvassast verður austast á landinu. Kemur fram að rigning verði á Norður- og Austurlandi, en skýjað verið að mesti og þurrt að kalla sunnan- og vestanlands.

Hiti verður yfirleitt á bilinu 10 til 18 stig á morgun en svalara verður fyrir norðan. Heitast verður syðst á landinu.

Veður á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert