„Það er áframhaldandi svona lægðagangur“

Veðrið verður ekki mjög sumarlegt næstu dagana.
Veðrið verður ekki mjög sumarlegt næstu dagana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er hæð sem sit­ur yfir Vest­ur-Evr­ópu og þá bein­ast lægðirn­ar hingað,“ seg­ir Björn Sæv­ar Ein­ars­son, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is um verður­spána út vik­una, en veðrið hef­ur ekki verið hið sum­ar­leg­asta síðastliðna daga.

„Það er að koma hér lægð upp að land­inu sem fer rétt fyr­ir aust­an land. Það virðist þó ekki vera mjög hvasst í henni,“ seg­ir Björn enn frem­ur.

Þó seg­ir hann að bú­ast megi við hvassri norðvestanátt á Aust­fjörðum seint á morg­un með vind­hviðum sem geti verið vafa­sam­ar fyr­ir bíla sem taka á sig vind.

Þá kóln­ar tals­vert fyr­ir norðan á morg­un en hlýn­ar aft­ur á miðviku­dag og fimmtu­dag.

Önnur lægð á föstu­dag­inn

„Svo kem­ur önn­ur lægð á föstu­dag­inn sem verður að flækj­ast á föstu­dag og laug­ar­dag yfir landið. Aft­ur á sunnu­dag kem­ur norðanátt og þá verður ein­hver væta fyr­ir norðan og svalt. Það er áfram­hald­andi svona lægðagang­ur,“ seg­ir Björn.

Veður­fræðing­ur­inn Ein­ar Svein­björns­son greindi frá því í færslu á Face­book-síðu sinni Bliku að út­lit væri fyr­ir að lægðardrag yrði yfir eða í grennd við landið út mánuðinn. 

Björn gat ekki sagt til um hvort þessi júlí­mánuður væri í kald­ari kant­in­um miðað við síðustu ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert