Þjóðveginum um Selfoss lokað vegna framkvæmda

Vegaframkvæmdir verða í kvöld og fram á nótt á Austurvegi …
Vegaframkvæmdir verða í kvöld og fram á nótt á Austurvegi á Selfossi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefnt er á að fræsa akrein á Austurvegi á Selfossi í kvöld og í nótt, en vegurinn er hluti af Þjóðvegi 1. Veginum verður lokað til austurs á meðan framkvæmdir standa yfir.

Þetta kemur fram í tilkyninningu frá framkvæmdaraðilum.

Fræstur verður 750 metra langur kafli á Austurvegi á Selfossi …
Fræstur verður 750 metra langur kafli á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Skjáskot

Vegfarendur eru sérstaklega beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin vegna plássleysis. Menn og tæki verða við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Veginum verður lokað til austurs og hámarkshraði lækkaður framhjá framkvæmdasvæðinu,“ segir í tilkynningu en áætlað er að framkvæmdirnar standi frá klukkan 19 í kvöld til klukkan 1 í nótt.

Austurvegur á Selfossi.
Austurvegur á Selfossi. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert