Þjóðveginum um Selfoss lokað vegna framkvæmda

Vegaframkvæmdir verða í kvöld og fram á nótt á Austurvegi …
Vegaframkvæmdir verða í kvöld og fram á nótt á Austurvegi á Selfossi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefnt er á að fræsa ak­rein á Aust­ur­vegi á Sel­fossi í kvöld og í nótt, en veg­ur­inn er hluti af Þjóðvegi 1. Veg­in­um verður lokað til aust­urs á meðan fram­kvæmd­ir standa yfir.

Þetta kem­ur fram í til­kyn­inn­ingu frá fram­kvæmd­araðilum.

Fræstur verður 750 metra langur kafli á Austurvegi á Selfossi …
Fræst­ur verður 750 metra lang­ur kafli á Aust­ur­vegi á Sel­fossi í kvöld. Skjá­skot

Veg­far­end­ur eru sér­stak­lega beðnir um að virða merk­ing­ar og hraðatak­mark­an­ir og sýna aðgát við vinnusvæðin vegna pláss­leys­is. Menn og tæki verða við vinnu mjög ná­lægt akst­urs­braut­um.

Veg­in­um verður lokað til aust­urs og há­marks­hraði lækkaður fram­hjá fram­kvæmda­svæðinu,“ seg­ir í til­kynn­ingu en áætlað er að fram­kvæmd­irn­ar standi frá klukk­an 19 í kvöld til klukk­an 1 í nótt.

Austurvegur á Selfossi.
Aust­ur­veg­ur á Sel­fossi. mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert