Þumalputtareglan „aldrei panikka“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:56
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:56
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Lista­hátíðin LungA er hald­in á Seyðis­firði á ári hverju. Skipu­leggj­end­urn­ir Þór­hild­ur Tinna Sig­urðardótt­ir og Helga Guðrún Þor­björns­dótt­ir tala vel um Seyðis­fjörð en viður­kenna að því fylgi áskor­an­ir að halda lista­hátíð í svona litl­um bæ.

Vissu­lega eru Eg­ilsstaðir rétt hand­an við heiðina og þar megi finna margt sem á þarf að halda. Það sé helst tækja­búnaður sem sé mik­il­vægt að bóka með fyr­ir­vara í Reykja­vík og flytja hann aust­ur.

„Þú ert bara kom­inn til þess að vera og það er ekki hægt að redda neinu,“ seg­ir Þór­hild­ur og þess vegna séu sam­skipti við lista­menn mik­il­væg og ákveðin vænt­inga­stjórn­un. Þá sé mik­il­vægt að taka það skýrt fram við lista­menn­ina að þegar þeir komi með verk á LungA þá megi bú­ast við því að þetta verði LungA-út­gáfa af því verki.

„Þetta er grasrót­ar­hátíð enn þá þótt hún sé orðin 23 ára. Við erum bara að vinna með það sem við höf­um og það er líka feg­urð í því að kynn­ast verk­inu þínu á nýj­an hátt og vera opin fyr­ir áskor­un­un­um. Ég er búin að vera að gera þetta síðan 2015 og ég er með þumalputta­reglu: Aldrei panikka. Þetta verður alltaf fal­legt, það verður alltaf gam­an.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert