Fjórar bílveltur fyrir austan í júní

Lögreglan á Austurlandi hafði í nógu að snúast í júní.
Lögreglan á Austurlandi hafði í nógu að snúast í júní. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls hafa 20 um­ferðarslys verið skráð á Aust­ur­landi fyrstu sex mánuði árs­ins. Síðustu þrjú árin voru þau að meðaltali 12 tals­ins á ári og hef­ur þeim því fjölgað um­tals­vert á þessu ári.

Ekk­ert bana­slys varð á þess­um árum en á þessu ári hef­ur eitt orðið, eða í Djúpa­vogi 21. júní.

Rann á öf­ug­an veg­ar­helm­ing

Sex um­ferðarslys voru til­kynnt til lög­regl­unn­ar á Aust­ur­landi í júní og þurftu níu  ein­stak­ling­ar að leita aðstoðar heil­brigðisþjón­ustu vegna þeirra, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni.

Þar eru um­ferðarslys­in í júní rak­in. Það fyrsta varð laust eft­ir miðnætti 1. júní. Ökumaður á leið til Eg­ilsstaða um Fagra­dal missti stjórn á bif­reið sinni við Græna­fell, rann yfir á öf­ug­an veg­ar­helm­ing og þar í veg fyr­ir bif­reið er kom úr gagn­stæðri átt. Þrír slösuðust í árekstr­in­um, öku­menn beggja bíla og farþegi í öðrum þeirra. All­ir virðast hafa sloppið með minni­hátt­ar meiðsl. Rann­sókn stend­ur yfir en grun­ur leik­ur á að ökumaður á leið norður hafi ekið yfir leyfi­leg­um há­marks­hraða.

Degi síðar lenti bif­reið út af Norðfjarðar­vegi við Skorr­astaði og valt. Tveir voru í bif­reiðinni en hvor­ug­ur slasaðist al­var­lega. Grun­ur leik­ur á að ökumaður hafi dottað við akst­ur.

mbl.is/​​Hari

Ryk þyrlaðist upp 

Miðviku­dag­inn 8. júni varð önn­ur bíl­velta, á Ax­ar­vegi við Þrívörðuhálsa. Einn var í bíln­um og var hann flutt­ur á heilsu­gæslu á Djúpa­vogi. Hann er ekki tal­inn al­var­lega slasaður. Ökumaður­inn mun hafa misst út­sýni úr bif­reið sinni sök­um ryks sem þyrlast hafði upp frá bif­reið á und­an og það or­sakað óhappið.

Kind í veg fyr­ir bif­reið

Þriðju­dag­inn 14. júní varð þriðja bíl­velt­an eft­ir að kind hljóp í veg fyr­ir bif­reið á leið um Hró­arstungu­veg við Kirkju­bæ á Héraði með þeim af­leiðing­um að ökumaður missti stjórn á henni og velti utan veg­ar. Hann var flutt­ur með sjúkra­bif­reið á sjúkra­húsið í Nes­kaupstað
tals­vert lerkaður.

Dag­inn eft­ir féll eldri maður á reiðhjóli á Eg­ils­stöðum og slasaðist nokkuð og var jafn­vel tal­inn fót­brot­inn.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fékk fjór­hjól yfir sig

Sunnu­dag­inn 19. júni var ökumaður á ferð á fjór­hjóli á gróf­um mal­ar­slóða ofan Eg­ilsstaða er hann missti stjórn á hjól­inu og velti eft­ir að hafa lent á grjóti. Hann fékk hjólið yfir sig og slasaðist nokkuð þrátt fyr­ir að vera í góðum hlífðarbúnaði.

Enn ein velt­an varð 21. júní þegar flutn­inga­bif­reið lenti út af Upp­héraðsvegi við Ormarstaðaá í Fljóts­dals­hreppi. Ökumaður slasaðist tals­vert og var flutt­ur til aðhlynn­ing­ar á HSA á Eg­ils­stöðum. Hann mun hafa ekið of langt út á öxl veg­ar­ins með þess­um af­leiðing­um.

Sama dag, um há­deg­is­bil þriðju­dag­inn 21. júní, varð áður­nefnt bana­slys á Djúpa­vogi. Er­lend­ur ferðamaður lenti þar fyr­ir lyft­ara. Það mál er í rann­sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert