Fjórir fengu fimm milljónir hver

Einn miðaeigandi hreppti 500 þúsund króna vinning, en þar sem …
Einn miðaeigandi hreppti 500 þúsund króna vinning, en þar sem hann er með trompmiða fimmfaldast vinningurinn og fær hann því 2,5 milljónir. mbl.is/Golli

Fjór­ir heppn­ir miðaeig­end­ur hrepptu fimm millj­ón­ir króna hver þegar dregið var í Happ­drætti Há­skóla Íslands í kvöld.

Miðaeig­end­urn­ir eiga það sam­eig­in­legt að vera með sama miðanúm­erið og fengu því all­ir hæsta vinn­ing í út­drætt­in­um, 5 millj­ón­ir króna, að því sem fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Happ­drætti Há­skóla Íslands. 

500 þúsund urðu 2,5 millj­ón­ir

Fjöldi annarra vinn­inga gekk út í kvöld. Einn miðaeig­andi hreppti 500 þúsund króna vinn­ing, en þar sem hann er með tromp­miða fimm­fald­ast vinn­ing­ur­inn og fær hann því 2,5 millj­ón­ir króna í sinn hlut.

Átta miðaeig­end­ur fengu svo eina millj­ón króna hver.

„Millj­óna­velt­an gekk ekki út að þessu sinni og verður því fjór­föld í ág­úst og 40 millj­ón­ir í pott­in­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert