Fór betur en leit út í fyrstu

Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í gær.
Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Bet­ur fór en á horfðist þegar bíl­velta varð aust­an við Grund­ar­fjörð í gær, að sögn yf­ir­lög­regluþjóns hjá lög­regl­unni á Vest­ur­landi.

Spurður um líðan fólks­ins sagði hann hana vera betri en leit út í fyrstu en gat ekki veitt frek­ari upp­lýs­ing­ar um líðan fólks­ins eða slysið en tveir farþegar voru í bíln­um þegar hann valt.

Þeir voru báðir flutt­ir með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á Land­spít­al­ann í Foss­vogi í gær en slysið varð á tólfta tím­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert