Betur fór en á horfðist þegar bílvelta varð austan við Grundarfjörð í gær, að sögn yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi.
Spurður um líðan fólksins sagði hann hana vera betri en leit út í fyrstu en gat ekki veitt frekari upplýsingar um líðan fólksins eða slysið en tveir farþegar voru í bílnum þegar hann valt.
Þeir voru báðir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi í gær en slysið varð á tólfta tímanum.