Gul viðvörun vegna veðurs tekur gildi klukkan ellefu í dag á Austfjörðum og á hún að gilda til miðnættis.
Kemur fram á vef Veðurstofunnar að spáð sé norðvestan hvassviðri 13-20 m/s. Þá má búast við mjög snörpum vindhviðum við fjöll 25-30 m/s.
Slíkar vindhviður eru sagðar geta verið mjög varhugaverðar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Þá segir að afmarkaðar samgöngutruflanir séu líklegar.
Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum.