Heimsfaraldurinn hlífði börnunum

Frá bólusetning barna á aldrinum 12 til 15 ára.
Frá bólusetning barna á aldrinum 12 til 15 ára. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrjú af hverj­um fjór­um börn­um sem smit­ast höfðu af Covid-19 á Íslandi fyr­ir haustið 2021 sýndu meðal­mik­il ein­kenni en tæp­lega fjórðung­ur barna var ein­kenna­laus. Þá urðu eng­in börn al­var­lega veik á þessu tíma­bili en þau höfðu ekki verið bólu­sett.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum rann­sókn­ar sem lækn­arn­ir Ásgeir Har­alds­son, Krist­ín Björns­dótt­ir og Þor­vald­ur Löve unnu um áhrif Covid-19 á börn, und­ir stjórn Val­týs S. Thors hjá Barna­spítala Hrings­ins.

Ásgeir tel­ur bólu­setn­ing­ar barna engu að síður skyn­sam­leg­ar. „Ég held að bólu­setn­ing­ar barna hafi átt stór­an þátt í því að Delta [af­brigði kór­ónu­veirunn­ar] varð ekki verra en það varð. Þó að börn­in sjálf verði ekki jafn al­var­lega veik þá eru þau smit­ber­ar og þau fara að heim­sækja ömm­ur og afa sem eru viðkvæm­ari fyr­ir veirunni.“

Ásgeir Haraldsson.
Ásgeir Har­alds­son.

Frá upp­hafi var ljóst að börn veikj­ast síður af Covid en full­orðnir. Fyr­ir því eru nokkr­ar mögu­leg­ar skýr­ing­ar, að sögn Ásgeirs. Í fyrsta lagi not­ar veir­an til­tekn­ar yf­ir­borðssam­eind­ir til að fest­ast og valda sýk­ingu. Þess­ar sam­eind­ir eru síður þroskaðar í börn­um. Í öðru lagi bend­ir Ásgeir á að Covid-19 sé kór­ónu­veira, en kór­ónu­veir­ur geta einnig valdið ýms­um öðrum sýk­ing­um sem eru al­geng­ari meðal barna. Þannig kunna ein­hver börn að hafa myndað krossónæmi eft­ir ný­leg smit af ann­arri kór­ónu­veiru. Í þriðja lagi voru viðbrögð lík­am­ans við smiti helst í formi bólgu­svars, en í börn­um er slíkt svar bæði hæg­ara og mild­ara.

Íslenska rann­sókn­in hef­ur sér­stöðu í ljósi þess að niður­stöður henn­ar sýna lægra hlut­fall veik­inda meðal smitaðra barna. Ásgeir seg­ir það helst skýr­ast af því hve auðvelt var að hafa uppi á smituðum börn­um hér á landi, enda hafi grein­ing­ar og rakn­ing hér á landi verið af­bragðsgóð. 

Nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka