„Má ekki Hamlet bara vera ólétt?“

Guðrún Kara, lengst til vinstri, var komin fimm mánuði á …
Guðrún Kara, lengst til vinstri, var komin fimm mánuði á leið þegar hún frumsýndi verkið Hamlet með bekknum sínum í Samkomuhúsinu á Akureyri. Ljósmynd/Aðsend

Guðrún Kara Ingudóttir varð fyrsta ólétta konan til að fara með hlutverk Hamlets úr samnefndu verki Williams Shakespeare þegar hún steig á svið í vor sem krúnurakaður krónprins Danmerkur í uppsetningu Listaháskóla Íslands (LHÍ). Er hún fyrsta ólétta Hamlet á heimsvísu en verkið var frumsýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri og í kjölfarið sýnt í Þjóðleikhúsinu í maí á þessu ári.

Guðrún Kara segir í samtali við Morgunblaðið að hún hafi komist að því að hún væri ólétt stuttu eftir að hún sóttist eftir því að leika Hamlet í útskriftarverki leikarabrautar LHÍ. „Það var náttúrulega í fyrsta lagi galið að fá að leika Hamlet. Ég var samt mjög hrædd um að missa hlutverkið af því að fólk hefur stundum svo miklar áhyggjur fyrir hönd þeirra sem verða óléttir,“ segir Guðrún Kara.

Guðrún Kara í hlutverki Hamlet.
Guðrún Kara í hlutverki Hamlet. Ljósmynd/Aðsend

Hún bætir því við að ferlið hafi verið einstaklega skemmtilegt en einnig krefjandi. Þrátt fyrir krefjandi æfingar segist hún hálfpartinn hafa gleymt því að hún væri ólétt, þangað til hún hætti að passa í búninginn sinn en Guðrún Kara var komin 5 mánuði á leið þegar verkið var frumsýnt á Akureyri.

Hún segir það í raun og veru aldrei hafa komið til greina í verkinu að fela óléttuna eða þá staðreynd að hún væri kona. „Ég sagði við búningahönnuðinn: „Má Hamlet ekki bara vera ólétt með brjóst?““ Hún bendir á að hún hafi verið í sama búningi allt ferlið fyrir utan þá breytingu að tölurnar fóru að springa af búningnum hennar í seinni hluta ferlisins.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert