Meira stress að fylgjast með úr stúkunni

Árni ásamt sjö mánaða gömlum syni þeirra Söru Bjarkar, Ragnari …
Árni ásamt sjö mánaða gömlum syni þeirra Söru Bjarkar, Ragnari Frank, sem hvetur móður sína áfram. mbl.is/Karítas

„Þetta var skemmti­legt en maður verður ein­hvern veg­inn mikið meira stressaður á að vera í stúk­unni. Lif­ir sig allt öðru­vísi inn í leik­inn,“ seg­ir Árni Vil­hjálms­son, knatt­spyrnumaður og kær­asti Söru Bjark­ar Gunn­ars­dótt­ur, landsliðsfyr­irliða í fót­bolta.

Árni fylgd­ist með leik Íslands og Belg­íu úr stúk­unni á aka­demíu­velli Manchester City á Englandi á sunnu­dag­inn, ásamt fjöl­skyldu og fjölda annarra Íslend­inga.

„Þegar maður sér leik­inn ekki af vell­in­um held­ur hef­ur yf­ir­sýn yfir hann þá þarf maður að halda aft­ur af sér,“ bæt­ir hann við.

Árni held­ur til, ásamt fjöl­skyldu sinni og fjöl­skyldu Söru, í húsi aðeins utan við Manchester. Hann seg­ist flakka tölu­vert á milli staða til að geta hitt Söru þegar mögu­leiki er á en Árni og Sara eiga sjö mánaða gaml­an son sam­an sem er með Árna í för.

„Við náum al­veg að eyða smá­tíma með henni. Eitt lítið knús get­ur breytt deg­in­um þó að það séu ekki nema fimm mín­út­ur,“ seg­ir Árni. „Það róar öll mömmu­hjörtu að sjá börn­in sín þó að það sé ekki nema í litla stund.“

Árni seg­ir það koma sér mest á óvart hvað börn séu í raun aðlög­un­ar­fær. Ragn­ar Frank Árna­son, son­ur Árna og Söru, hef­ur unað sér vel við mik­il ferðalög, mik­inn hita og hávaða á keppn­is­vell­in­um.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert