Þykir lýti á landinu

Plógförin eru áberandi á Botnsheiði.
Plógförin eru áberandi á Botnsheiði.

Óánægja er meðal íbúa í Skorradal vegna framkvæmda Skógræktarinnar. Plægðar voru rásir vegna fyrirhugaðrar plöntunar trjáa, sem ekki reyndist vera leyfi fyrir. Rásirnar eru áberandi í landinu.

Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri þjóðskóga hjá Skógræktinni, segir að slík jarðvinnsla eða herfing sé hefðbundin aðferð sem er beitt ef planta á trjám í land þar sem þykkur mosi eða gras getur lent í samkeppni við trén. Plantað er í brún rásanna og þær veita trjáplöntunum skjól auk þess sem hlýtt er í rásunum, sem er gott fyrir trén. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert