Tveir skjálftar yfir 3 að stærð

Skjálftahrinan hófst rétt fyrir klukkan átta í morgun.
Skjálftahrinan hófst rétt fyrir klukkan átta í morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð urðu norðaustur af Reykjanestá í morgun. Sá fyrri varð klukkan 8.16, af stærðinni 3,3, en sá síðari varð um korteri síðar og mældist 3,4 stig.

Að sögn Kristínar Elísu Guðmundsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, varð smá skjálftahrina í morgun sem hófst rétt fyrir klukkan átta. Um þrjátíu skjálftar hafa mælst í hrinunni.

Kristín Elísa segir hrinuna vera áframhald af atburðarásinni á Reykjanesskaga síðustu mánuði og að virknin komi í hviðum.

Ein tilkynning hefur borist Veðurstofunni um að skjálfti í morgun hafi fundist í Reykjanesbæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert