Tveir skjálftar yfir 3 að stærð

Skjálftahrinan hófst rétt fyrir klukkan átta í morgun.
Skjálftahrinan hófst rétt fyrir klukkan átta í morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Tveir jarðskjálft­ar yfir þrem­ur að stærð urðu norðaust­ur af Reykja­nestá í morg­un. Sá fyrri varð klukk­an 8.16, af stærðinni 3,3, en sá síðari varð um kort­eri síðar og mæld­ist 3,4 stig.

Að sögn Krist­ín­ar Elísu Guðmunds­dótt­ur, nátt­úru­vár­sér­fræðings hjá Veður­stofu Íslands, varð smá skjálfta­hrina í morg­un sem hófst rétt fyr­ir klukk­an átta. Um þrjá­tíu skjálft­ar hafa mælst í hrin­unni.

Krist­ín Elísa seg­ir hrin­una vera áfram­hald af at­b­urðarás­inni á Reykja­nesskaga síðustu mánuði og að virkn­in komi í hviðum.

Ein til­kynn­ing hef­ur borist Veður­stof­unni um að skjálfti í morg­un hafi fund­ist í Reykja­nes­bæ.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert