Umferðarslys við Breiðbalahvísl

Umferðarslys varð austan við Kirkjubæjarklaustur í dag. Enginn er alvarlega …
Umferðarslys varð austan við Kirkjubæjarklaustur í dag. Enginn er alvarlega slasaður að sögn lögreglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umferðarslys varð austan við Kirkjubæjarklaustur við Breiðbalahvísl um klukkan tvö í dag.

Tveir bílar lentu þar í árekstri en einn maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík.

Maðurinn er ekki mikið slasaður, hefur RÚV eftir lögreglunni á Suðurlandi.

Ekki náðist í lögregluna á svæðinu við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert