Umferðarslys við Breiðbalahvísl

Umferðarslys varð austan við Kirkjubæjarklaustur í dag. Enginn er alvarlega …
Umferðarslys varð austan við Kirkjubæjarklaustur í dag. Enginn er alvarlega slasaður að sögn lögreglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um­ferðarslys varð aust­an við Kirkju­bæj­arklaust­ur við Breiðbala­hvísl um klukk­an tvö í dag.

Tveir bíl­ar lentu þar í árekstri en einn maður var flutt­ur með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á sjúkra­hús í Reykja­vík.

Maður­inn er ekki mikið slasaður, hef­ur RÚV eft­ir lög­regl­unni á Suður­landi.

Ekki náðist í lög­regl­una á svæðinu við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert