Vinir urðu fyrir vonbrigðum

Vinir Kópavogs kærðu deiliskipulag í miðbæ Kópavogs.
Vinir Kópavogs kærðu deiliskipulag í miðbæ Kópavogs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vin­ir Kópa­vogs segja niður­stöðu Úrsk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála um deili­skipu­lag í miðbæ Kópa­vogs í Hamra­borg valda von­brigðum. Þá veki það furðu að nefnd­in hafi ekki fjallað efn­is­lega um sjö af tólf kæru­liðum sam­tak­anna.

Nefnd­in vísaði frá Kæru Vina Kópa­vogs, á grund­velli aðild­ar­skorts, en tók málið engu að síður til efn­is­legr­ar meðferðar enda var fall­ist á að til­greind­ir fast­eigna­eig­end­ur, sem einnig kærðu, ættu lögv­ar­inna hags­muna að gæta af úr­lausn þess.

Seg­ir í til­kynn­ingu frá Vin­um Kópa­vogs að þau muni óska eft­ir skýr­ing­um á því hvers vegna aðeins sjö kæru­liðir hafi verið tekn­ir fyr­ir. Auk þess ætli þau sér að at­huga hvort til­efni sé til að leggja málið fyr­ir umboðsmann Alþing­is eða dóm­stóla til að fá úr því skorið hvort nefnd­inni beri ekki að taka alla ákæru­liði til efn­is­legr­ar um­fjöll­un­ar.

Ágall­arn­ir ekki nægi­leg­ir

Benda Vin­ir Kópa­vogs á það að í um­fjöll­un nefnd­ar­inn­ar hafi komið fram að ágall­ar voru á und­ir­bún­ingi og ákvörðun meiri­hluta bæj­ar­stjórn­ar Kópa­vogs um deili­skipu­lagið. Ekki hafi verið nægj­an­lega vel gerð grein fyr­ir mati á um­hverf­isáhrif­um og að húsa­könn­un hafi verið ábóta­vant.

Meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar hafi þó kom­ist að þeirri niður­stöðu að ágall­arn­ir væru ekki nægj­an­lega mikl­ir til að fella skipu­lagið úr gildi en tveir af fimm nefnd­ar­mönn­um hafi talið ágall­ana nógu al­var­lega til þess og skiluðu þeir séráliti.

Ekki mögu­legt að mæta kröf­um um aðgengi fatlaðra

Meðal þeirra sem kærðu voru íbú­ar sem glíma við fötl­un, og málið laut að miklu leyti að því hvort fram­kvæmd­ir á svæðinu væri í sam­ræmi við lög um rétt­indi fatlaðs fólks. 

Vin­ir Kópa­vogs telja að ekki sé mögu­legt að mæta lög­bundn­um kröf­um um aðgengi fatlaðra án þess að gera gagn­ger­ar breyt­ing­ar á fyr­ir­liggj­andi deili­skipu­lagi. Þeir segj­ast hins veg­ar vongóðir um að það tak­ist í breiðu sam­starfi.

„Bæj­ar­full­trú­ar Vina Kópa­vogs munu standa vakt­ina í bæj­ar­stjórn og reyna að koma mál­inu í upp­byggi­leg­an far­veg í góðu sam­starfi við aðra bæj­ar­full­trúa,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert