Staða kvenna í samfélaginu er best á Íslandi á alþjóðavísu, þrettánda árið í röð, ef marka má röðun Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Evonomic Forum).
Ráðið birtir árlega lista þar sem löndum er raðað upp á grundvelli stöðunnar á kynjajafnrétti í hverju landi fyrir sig. Munur á stöðu karla og kvenna er skoðaður út frá fjórum sviðum: Efnahagslegri þátttöku, tækifærum til menntunar, valdeflingar í stjórnmálum og heilbrigði.
Ísland hefur bætt sig frá því í fyrra, en í ár mælist hér 90,8 prósenta jafnrétti. Þar með er Ísland fyrsta og eina landið til þess að brjóta 90 prósenta múrinn.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra kveðst glöð að sjá Ísland halda sæti sínu efst á listanum.
„Heimurinn er betri þegar við fáum öll tækifæri til þess að hafa áhrif. Því miður sjáum við merki þess að jafnrétti sé að dragast saman á mörgum stöðum svo baráttan verður að halda áfram,“ skrifar Þórdís Kolbrún í færslu á Twitter.
Happy to see 🇮🇸 at the top of @WEF's Global Gender Gap Index for the 13th consecutive year. The world is better when we all have a chance to contribute. Sadly, we are seeing worrying signs of regression in many places so the fight for equality must continue. #gendergap22 pic.twitter.com/J73Knn2t85
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) July 13, 2022