Heilbrigðisráðherra hefur skipað stjórn Landspítala til tveggja ára samkvæmt breytingarlögum sem samþykkt var af Alþingi 13. júní.
Nýja stjórn skipa eftirfarandi:
Stjórn spítalans í samráði við forstjóra mun marka Landspítala langtímastefnu í samræmi við stefnumörkun ráðherra og hlutverk stofnunarinnar samkvæmt lögum.
Í stjórninni munu sitja einstaklingar sem hafa þekkingu á rekstri og áætlanagerð, á heilbrigðisþjónustu, vísindarannsóknum á heilbrigðissviði, menntun heilbrigðisstétta og á opinberri stjórnsýslu og reglum stjórnsýsluréttar. Stjórnin mun því styrkja og styðja við faglegan og fjárhagslegan rekstur spítalans.
Björn Zoëga, formaður nýrrar stjórnar Landspítalans og forstjóri Karólínska-háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi, hefur víðtæka þekkingu og reynslu af rekstri heilbrigðisstofnana bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Hann telur að nýtt fyrirkomulag tryggi meiri rýni og þar með betur ígrundaðar ákvarðanir.
„Ég er afar þakklátur því trausti sem mér er sýnt með þessari skipan. Ég ber hag íslensks heilbrigðiskerfis fyrir brjósti og er sannfærður um að reynsla mín muni nýtast vel í þeim verkefnum sem eru fram undan,“ er haft eftir Birni í tilkynningu.
„Helstu spítalar Norðurlandanna gera ráð fyrir því að stjórn veiti forstjóra og stjórnendum á spítölum stuðning og rýni ákvarðanatöku. Slíkt fyrirkomulag er mikilvægt, ekki aðeins út frá rekstri heldur út frá hagsmunum sjúklinga, starfsmanna og samfélagsins. Ég er sannfærður um að það verður einnig til heilla hér á landi.“