Í gærkvöldi var óskað aðstoðar lögreglu vegna líkamsárásar í hverfi 109, þar sem hópur manna réðst gegn einum. Kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að sá hafi hlotið minniháttar höfuðáverka.
Nokkuð var um líkamsárásir í nótt. Rétt eftir miðnætti var óskað aðstoðar vegna líkamsárásar í hverfi 220. Einn aðili var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins og segir að sá sé grunaður um að hafa barið mann í andlitið með glasi.
Þá var óskað aðstoðar vegna líkamsárásar í hverfi 101, í hverfi 105 og í hverfi 203.
Á níunda tímanum í gærkvöldi var óskað aðstoðar lögreglu vegna þjófnaðar úr verslun í hverfi 112. Kemur fram í dagbókinni að þjófurinn hafi reynst vera undir sakhæfisaldri og verður tilkynning því send á barnaverndarnefnd vegna málsins. Einnig var í nótt óskað aðstoðar vegna þjófnaðar úr verslun í hverfi 110.
Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var ökumaður sektaður fyrir of hraðan akstur, en sá ók á 151 km/klst hraða þar sem hámarkshraðinn er 80 km/klst.