93 fíkniefnabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu í júní, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu lögreglustjórans. Þar af voru þrjú stórfelld fíkniefnabrot.
Hefur þessum brotum fækkað milli mánaða, en 110 fíkniefnabrot voru skráð í maí. Það sem af er ári hafa verið skráð um 27% færri fíkniefnabrot en voru skráð að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú ár.
108 brot voru skráð í júní þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Það sem af er ári hafa verið skráð um 26% færri brot en voru skráð að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú ár.
Skráð brot þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur voru 103, sem eru 6% færri brot en voru skráð að meðaltali síðustu þrjú ár.
Þá voru 863 umferðarlagabrot skráð í júní, að hraðamyndavélum undanskildum. Skráðum umferðarlagabrotum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað um 17% samanborið við sama tímabil síðustu þrjú ár.