Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð fyrr í dag vegna þess að kona féll af hestbaki austan fjalls. Þyrlan lenti við spítalann fyrir skemmstu.
Konan hafði verið í hestaferð um Fjallabak og reyndist því erfitt að nálgast hana öðruvísi en með þyrlu, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.
Þyrlan flutti konuna rakleitt á Landspítala þar sem hlúð verður að henni. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um líðan hennar að svo stöddu.