Víða skúrir eftir hádegi

Kort/mbl.is

Í dag er spáð norðvestan 3 til 10 metrum á sekúndu en hvassara austast. Dálítil rigning eða súld verður á Norðausturlandi, en annars skýjað með köflum.

Eftir hádegi verður suðvestlæg átt, 3 til 10 metrar á sekúndu og víða skúrir eftir hádegi, en lengst af þurrt austanlands.

Á morgun verður suðvestan 8 til 13 metrar á sekúndu, en annars norðlæg átt, 3 til átta metrar á sekúndu og víða skúrir, einkum síðdegis.

Þá er spáð 10 til 18 stiga hita að deginum, hlýjast suðaustanlands, en mun svalara verður úti við norðurströndina.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert