640 þúsund krónur í laun að meðaltali

MIðbær Reykjavíkur.
MIðbær Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Heild­ar­tekj­ur ein­stak­linga á Íslandi voru um 7,7 millj­ón­ir króna að meðaltali árið 2021 eða um 640 þúsund krón­ur á mánuði.

Það er rúm 8% hækk­un frá fyrra ári en ef horft er til verðlags­leiðréttra heild­ar­tekna nem­ur hækk­un­in tæp­um 4%, að því er Hag­stof­an grein­ir frá.

Miðgildi heild­ar­tekna var lægra en meðaltalið, eða um sex millj­ón­ir króna á ári. Það sýn­ir að helm­ing­ur ein­stak­linga var með heild­ar­tekj­ur und­ir 500 þúsund krón­um á mánuði og helm­ing­ur yfir.

Við sam­an­b­urð á heild­ar­tekj­um eft­ir ald­urs­hóp­um sést að heild­ar­tekj­ur voru að meðaltali hæst­ar í ald­urs­hóp­un­um 45-49 ára, 50-54 ára og 55-59 ára eða rúm­lega tíu millj­ón­ir króna árið 2021.

Á sama tíma voru meðal­heild­ar­tekj­ur ein­stak­linga á aldr­in­um 25-64 ára 8,8 millj­ón­ir króna og hjá 67 ára og eldri rúm­ar sjö millj­ón­ir króna.

Heild­ar­tekj­ur voru lægst­ar í yngstu ald­urs­hóp­un­um sem má meðal ann­ars skýra af minni at­vinnuþátt­töku vegna náms.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert