640 þúsund krónur í laun að meðaltali

MIðbær Reykjavíkur.
MIðbær Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru um 7,7 milljónir króna að meðaltali árið 2021 eða um 640 þúsund krónur á mánuði.

Það er rúm 8% hækkun frá fyrra ári en ef horft er til verðlagsleiðréttra heildartekna nemur hækkunin tæpum 4%, að því er Hagstofan greinir frá.

Miðgildi heildartekna var lægra en meðaltalið, eða um sex milljónir króna á ári. Það sýnir að helmingur einstaklinga var með heildartekjur undir 500 þúsund krónum á mánuði og helmingur yfir.

Við samanburð á heildartekjum eftir aldurshópum sést að heildartekjur voru að meðaltali hæstar í aldurshópunum 45-49 ára, 50-54 ára og 55-59 ára eða rúmlega tíu milljónir króna árið 2021.

Á sama tíma voru meðalheildartekjur einstaklinga á aldrinum 25-64 ára 8,8 milljónir króna og hjá 67 ára og eldri rúmar sjö milljónir króna.

Heildartekjur voru lægstar í yngstu aldurshópunum sem má meðal annars skýra af minni atvinnuþátttöku vegna náms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert