Í dag verður vestlæg átt, 3-8 metrar á sekúndu en norðan 3-10 m/s á austanverðu landinu. Skýjað verður með köflum og allvíða skúrir en þurrt að mestu á Suðausturlandi. Léttir smám saman til sunnan- og vestanlands eftir hádegi.
Hægari breytileg verður átt í kvöld og í nótt verður víða léttskýjað en gengur í suðaustan 5-13 m/s á morgun og þykknar smám saman upp suðvestantil.
Suðaustan 8-15 m/s verða annað kvöld og rigning sunnan- og vestanlands. Hvassast verður við suðurströndina.
Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi.