Býður í Woodstock- rokk í garðinum heima

Björn Thoroddsen.
Björn Thoroddsen. mbl.is/Arnþór

Björn Thoroddsen gítarleikari ætlar að blása til garðtónleika í garðinum heima hjá sér nk. laugardag, annað sumarið í röð. Mun stórskotalið tónlistarmanna koma saman í garðinum til að bjóða fólki upp á fría tónleika þar sem verður rokkað, að sögn Björns.

Tónleikarnir eru í garði Björns við Hringbraut 63 í Hafnarfirði á laugardaginn kl. 15. Hann segir alla vera velkomna, unga sem aldna, til að njóta ljúfra tóna svo lengi sem garðrúm leyfir.

Björn segir garðtónleikana í júlí í fyrra hafa heppnast mjög vel, ekki hafi komið annað til greina en að slá upp annarri veislu. Hann segir það jafnvel líklegt að garðtónleikarnir gætu orðið að árlegum viðburði. „Það var alveg haugur af fólki sem kom í fyrra og í ár varð ég bæjarlistamaður í Hafnarfirði. Þess vegna fannst mér tilvalið að halda þessu áfram og gera þetta að árlegum viðburði.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert