Býður í Woodstock- rokk í garðinum heima

Björn Thoroddsen.
Björn Thoroddsen. mbl.is/Arnþór

Björn Thorodd­sen gít­ar­leik­ari ætl­ar að blása til garðtón­leika í garðinum heima hjá sér nk. laug­ar­dag, annað sum­arið í röð. Mun stór­skota­lið tón­list­ar­manna koma sam­an í garðinum til að bjóða fólki upp á fría tón­leika þar sem verður rokkað, að sögn Björns.

Tón­leik­arn­ir eru í garði Björns við Hring­braut 63 í Hafnar­f­irði á laug­ar­dag­inn kl. 15. Hann seg­ir alla vera vel­komna, unga sem aldna, til að njóta ljúfra tóna svo lengi sem garðrúm leyf­ir.

Björn seg­ir garðtón­leik­ana í júlí í fyrra hafa heppn­ast mjög vel, ekki hafi komið annað til greina en að slá upp ann­arri veislu. Hann seg­ir það jafn­vel lík­legt að garðtón­leik­arn­ir gætu orðið að ár­leg­um viðburði. „Það var al­veg haug­ur af fólki sem kom í fyrra og í ár varð ég bæj­arlistamaður í Hafnar­f­irði. Þess vegna fannst mér til­valið að halda þessu áfram og gera þetta að ár­leg­um viðburði.“

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert