Dæmdur fyrir að nauðga dóttur sinni

mbl.is/G.Rúnar

Héraðsdóm­ur Norður­lands eystra hef­ur dæmt föður sek­an um að nauðga dótt­ur sinni árið 2020. Fyr­ir dómi var maður­inn sak­felld­ur fyr­ir nauðgun gagn­vart barni sínu, sifja­spell, kyn­ferðis­lega áreitni gagn­vart barni sínu, brot í nánu sam­bandi og vörslu á barn­aníðsefni.

Maður­inn var dæmd­ur til að sæta fang­elsi í þrjú og hálft ár. Þá var hon­um gert að greiða dótt­ur sinni um 2.9 millj­ón­ir króna í miska- og skaðabæt­ur. Auk þess þarf hann að greiða 1,1 millj­ón mál­svarn­ar­laun skipaðs verj­anda síns, 950 þúsund þókn­un skipaðs rétt­ar­gæslu­manns dótt­ur sinn­ar og 732 þúsund í ann­an sak­ar­kostnað.

Ótrú­verðugur framb­urður

Maður­inn var ákærður fyr­ir kyn­ferðis­lega áreitni og brot í nánu sam­bandi í öku­ferð að þá ver­andi heim­ili manns­ins. Hann var einnig ákærður fyr­ir nauðgun og brot í nánu sam­bandi eft­ir að hafa lagt bíln­um afsíðis í um­ræddri öku­ferð. Þá var hann ákærður fyr­ir kyn­ferðis­lega áreitni og brot í nánu sam­bandi eft­ir að heim var komið að öku­ferð lok­inni. Að end­ingu var maður­inn ákærður fyr­ir að hafa haft gríðarlegt magn af ljós­mynd­um og hreyfi­mynd­um í vörsl­um sín­um sem sýna börn á kyn­ferðis­leg­an hátt.

Málið valt al­farið á mati á trú­verðug­leika framb­urðar föður­ins ann­ars veg­ar og dótt­ur hans hins veg­ar, auk þeirra álykt­ana sem draga mátti af at­ferli þeirra eft­ir um­rædda öku­ferð.

Var framb­urður dótt­ur­inn­ar tal­inn staðfast­ur og trú­verðugur á meðan framb­urður manns­ins, sem þó var staðfast­ur, var tal­inn ótrú­verðugur. Mann­in­um hafi mátt vera ljóst að hátt­semi hans í garð dótt­ur sinn­ar, sem kom­inn var til hans í heim­sókn í annað skiptið á æv­inni, hafi verið fram­in í óþökk henn­ar.

Við ákvörðun refs­ing­ar tók dóm­stóll­inn það fram að fyr­ir utan hrein­an saka­fer­il ætti maður­inn sér eng­ar máls­bæt­ur. Hon­um hafi mátt vera ljóst að þessi al­var­legu brot hans á trausti dótt­ur sinn­ar væru til þess fall­inn að valda tjóni á sál­ar­heill henn­ar. Maður­inn hafði hvorki viður­kennt verknað sinn fyr­ir dóms­upp­kvaðningu, sýnt iðrun né reynt að nálg­ast dótt­ur sína á nokk­urn hátt eða bæta fyr­ir brot sitt. Kom allt þetta til refsiþyng­ing­ar.

Hald­inn fíkn í barnaklám

Þá var maður­inn einnig dæmd­ur til refs­ing­ar fyr­ir að hafa haft mikið magn barn­aníðsefn­is í vörsl­um sín­um, en um mjög gróft efni sé að ræða. Voru brot­in tal­in stór­fellt og til máls­bóta horfði það eitt að maður­inn viður­kenndi brot sitt ský­laust og játaði fyr­ir dómi að hann ætti við fíkn að stríða gagn­vart barnaklámi. Kvaðst hann skamm­ast sín fyr­ir það og að hann þyrfti á aðstoð að halda.

Héraðsdómur Norðurlands eystra.
Héraðsdóm­ur Norður­lands eystra. mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert