„Ein innköllun er of mikið“

Hildigunnur Svavarsdóttir, for­stjóri Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri, segir síðasta úrræði að …
Hildigunnur Svavarsdóttir, for­stjóri Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri, segir síðasta úrræði að kalla fólk til vinnu úr fríi. mbl.is/Margrét Þóra

Ekki hef­ur þurft að kalla fleiri starfs­menn Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri úr sum­ar­leyfi. Aðeins færri liggja inni á sjúkra­hús­inu núna en í síðustu viku, en þó er álagið enn mikið.

Þetta seg­ir Hildigunn­ur Svavars­dótt­ir, for­stjóri Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri, í sam­tali við mbl.is.

Í síðustu viku var greint frá því að Sjúkra­húsið hefði kallað inn starfs­fólk sitt sem var í sum­ar­leyfi til vinnu vegna mik­ill­ar mann­eklu. Hildigunn­ur seg­ir það síðasta úrræði, en eng­inn hef­ur verið kallaður inn úr fríi í þess­ari viku. Hún er bjart­sýn á að ekki þurfi að kalla fleiri inn úr fríi, það verði forðast í lengstu lög.

„Við leggj­um áherslu á að gera það ekki, ef við mögu­lega get­um. Ein inn­köll­un er of mikið,“ seg­ir Hildigunn­ur.

Álagið er mikið á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Álagið er mikið á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Gæti breyst á morg­un

Að sögn Hildigunn­ar er staðan á bráðamót­tök­unni stöðug, sama eigi við um Covid-19-göngu­deild­ina, þar séu alltaf þrír til fjór­ir sjúk­ling­ar inni. Þó seg­ir hún að heilt yfir liggi aðeins færri inni á sjúkra­hús­inu.

„Það eru aðeins færri inniliggj­andi núna, en hvort það breyt­ist á morg­un veit ég ekki. Það virðist vera aðeins minna álag en það er samt sem áður mikið álag.“

Þá ít­rek­ar Hildigunn­ur að mik­il­vægt sé að fólk leiti ekki á bráðamót­tök­una nema þörf­in sé brýn, þó sé alltaf tekið á móti öll­um en ein­hverj­um kunni að vera leiðbeint í önn­ur úrræði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert