Ekki öll von úti fyrir sumarið í ár

Sigurður Þ. Ragnarsson.
Sigurður Þ. Ragnarsson.

Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, betur þekktur sem Siggi stormur, segir júlí fara skánandi með hverjum deginum áður en að ágúst gengur í garð. Hann verður, að sögn Sigurðar, líklegast afburðagóður veðurfarslega.

Sigurður sagði í samtali við K100 í vor að búast mætti við hlýju sumri miðað við langtímaspár. Ljóst er að sú spá rættist ekki.

„Í upphafi sumars var maður að rembast við að lesa eitthvað jákvætt úr þessu en það sem einkenndi spárnar fyrir júní og júlí á þeim tíma er að þar var afskaplega fátt sem gat gefið manni einhverjar upplýsingar um hvort sumarið yrði slæmt eða gott.“

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert