Eldur kviknaði í uppþvottavél

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór á staðinn.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór á staðinn. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Eldur kviknaði í uppþvottavél í fjölbýlishúsi í austurborginni um ellefuleytið í morgun.

Þegar slökkviliðið kom á vettvang var íbúi búinn að slökkva eldinn með handslökkvitæki.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var íbúðin reykræst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert