Engar lúxussnekkjur í ár

Snekkjan A lá á Ytri höfninni í Reykjavík í fyrrasumar.
Snekkjan A lá á Ytri höfninni í Reykjavík í fyrrasumar. mbl.is/Árni Sæberg

Lúx­ussnekkj­ur út­lendra auðmanna hafa verið á ferð við Ísland und­an­far­in sum­ur en nú ber svo við að eng­in slík snekkja hef­ur komið til Reykja­vík­ur í sum­ar. Þetta upp­lýs­ir Gísli Jó­hann Halls­son, yf­ir­hafn­sögumaður Faxa­flóa­hafna.

Ekki er úti­lokað að slík­ar snekkj­ur komi áður en sum­arið er úti enda eru kom­ur þeirra gjarn­an til­kynnt­ar með skömm­um fyr­ir­vara, seg­ir Gísli.

Í fyrra­sum­ar voru birt­ar frétt­ir af lúx­ussnekkj­unni A sem var hér við land í nokkr­ar vik­ur og kom víða við. Snekkj­an er 142 metr­ar að lengd og er tal­in ein af stærstu snekkj­um heims. Möstr­in, sem eru þrjú, ná í um 100 metra hæð. Eig­andi henn­ar er rúss­neski millj­arðamær­ing­ur­inn Andrei Melnichen­ko. Snekkj­an kom m.a. við í Sigluf­irði, í Skagaf­irði og Eyjaf­irði, Reykja­vík svo og Önund­arf­irði og víðar á Vest­fjörðum. Mel­inchenc­ko heim­sótti Húsa­vík og leigði þá sjó­böðin þar til einka­nota.

Melnichen­ko sæt­ir nú refsiaðgerðum vegna inn­rás­ar Rússa í Úkraínu. Sam­kvæmt frétt­um í er­lend­um miðlum var snekkj­an A kyrr­sett á Ítal­íu fyrr á þessu ári.

Hún mun því ekki birt­ast í ís­lensk­um höfn­um á þessu ári frek­ar en önn­ur rúss­nesk skip enda er í gildi bann við að af­greiða rúss­nesk skip í ís­lensk­um höfn­um, upp­lýs­ir Gísli Jó­hann Halls­son.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert